Olía Sveins

Er að hugsa um að fá mér vespu. Kvikindið eyðir náttúrulega engu og er skemmtileg í keyrslu. Maður sparar þar með bensín, sem er gott. Ég er nebblega, líkt og aðrir eðlilega hugsandi landsmenn, hundfúll út í olíufélögin. Hundfúll í merkingunni að mig langi heim til stjórnenda félaganna og lemja þá duglega - en ég geri ekki svileiðis, það er ljótt, ólöglegt og ókristilegt. En sumir menn segja að samkynhneygð sé ókristileg og þar sem olíufélögin eru ávallt að taka mann í ósmurðan þarminn...

Skrítið annars með olíufélögin - einhver kemur fram í fréttum og fullyrðir að ekkert samráð sé meðal olíufélaganna - en samt er hann að tala fyrir hönd þeirra allra! Svo bregst það ekki að ef olíuverð hækkar úti í heimi hækkar það hér. En ef það lækkar úti í heimi er ekki hægt að lækka það hér vegna þess að þeir sitja enn á olíu sem var keypt á hærra verði. Hvaða fífl kaupir inn fyrir þá? Er olían alltaf keypt inn þegar verðið er í hámarki? Skipta um innkaupastjóra og málið dautt.

Búinn að röfla, veriði sæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahá! Tek undir thetta med thér, keyri sjálf bíl sem er dýr í rekstri... og ordin leid á ad vera ordin svoddan aurapúki og skipuleggja ferdir dagsins eftir vegalengd og bensíneydslu, hehe.

Thóra Lisebeth (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 12:17

2 identicon

Fáðu þér hjólaskauta Ingvar.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 12:46

3 Smámynd: Guffi Árna

hæ bensín sveins,,,,hérna í baunalandi er bensínið líka dýrt finnst mér literinn kostar að meðaltali hér 108 krónur enn það er hægt að komast í 100 kallinn á sunnudögum svo það er hressandi enn ég keypti mér bíl sem framleiðir bensín og gengur hann undir nafninu lille og ber nafnið vel,,,lítill og fjólublár dulítið gay enn hverjum er ekki sama sjáuðu til,,hey ríð þér seinna gamli vin og sendu kveðju á bassa fíflið kveðja

Fedmule

Guffi Árna, 14.9.2007 kl. 13:35

4 identicon

Fáðu þér amerískan bíl eins og ég og litli bróðir! Þeir eyða engu ólíkt asísku bensínsvelgjudollunum sem er því miður ekki þverfótað fyrir hér á landi!

Bjarni (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ætli ég fái mér ekki bara hest...

Ingvar Valgeirsson, 14.9.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband