14.9.2007 | 18:25
Svolítið brengluð forgangsröðun...
Ég held að umræddur terroristi sé sá hinn sami og er ábyrgur fyrir eldflaugaárás á leikskóla í Ísrael fyrir fáum vikum. Fjölmiðlar fjölluðu minna um þá árás en um hótanir hans um að verða fyrstur (eins og margir fylgi í kjölfarið) til að hálshöggva Britney og Madonnu.
En voðalega finnst mér skrýtið hvað málfrelsi, eða kannski frelsi almennt, er lítils metið hjá blessuðum öfgatrúarmúslimunum. Get svosem skrifað undir að hegðan sumra poppdívanna pirrar mann stundum, sem og það að fjölmiðlar sjái sig alltaf knúna til að segja okkur frá því.
Meira pirrandi finnst mér samt að einhver skuli í fúlustu alvöru vilja drepa fólk fyrir það eitt að haga sér hálfasnalega - og það í fleiri þúsunda kílómetra fjarlægð. Myndir af Britney og Madonnu látandi vel hvor að annari, nú eða að einhverjum öðrum stúlkum, hafa farið illa í marga. Margir segja þær ósmekklegar, en mér finnst þær yfirleitt bara hálfasnalegar, fæ vel rúmlega eilítinn aulahroll við að sjá og heyra af uppátækjum þeirra.
En þó sumir telji þær siðlausar er hegðan þeirra, allavega sú sem terroristinn talar um, lögleg. Enda á að vera löglegt að haga sér eins og fífl og láta eins og ódýr portkona. En það á að vera ólöglegt að drepa fólk, bara af því það fer í taugarnar á manni.
Annars er uppáhaldsterroristinn minn Ahmed Al-kabúmm. Hér er svo lag dagsins.
Hótar að hálshöggva Britney og Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hvað á maður þá að lesa um í fréttablaðinu???
þú ert sjálfur ódýr portkona.
jebbs, lífið er yndislegt.. en skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til. ekki meðan svona dúddar tjá sig... nú og líka þú, sjálfstæðisómynd. en góða helgi...
arnar valgeirsson, 15.9.2007 kl. 00:51
Fréttablaðinu? Lestu bara Moggann, Viðskiptablaðið, og andriki.is eins og ég, komminnðinn. Þá verðurðu frábær eins og ég og getur alið frændur mína upp í yndislegu og hákapítalísku umhverfi.
Ingvar Valgeirsson, 15.9.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.