Makkdónalds og Sveppur

Allir dýrvitlausir af því að MacDonalds auglýsir á undan barnatímanum... er það svo slæmt? Við hverju bjóst fólk annars? Það er jú auglýsingatími á undan flestum ef ekki öllum dagskrárliðum og það segir sig sjálft að Dekkjaverkstæði Dúdda og Dressmann auglýsa varla í barnatímanum... nema kannski í Stundinni okkar í gamla daga þegar Bryndís Schram sá um þáttinn. Hamborgarastaðurinn umræddi hefur auglýst þarna árum saman, auk leikfangasala og annara sem selja eitthvað sem höfðar til ungviðisins.

Svo má aftur deila um hvort rétt sé að RÚV sé almennt á auglýsingamarkaði í ríkisniðurgreiddri samkeppni við einkaaðila, en það er önnur saga.

Annars er ég bara hress vegna þess að...

Hann á ammælídag

Hann á ammælídag

Hann á ammælann SVEPPUR (þessi minni)

Hann á ammælídag.

Við hjónin gáfum honum Lúdó og eitthvað fleira, sem hann man ekki eftir sökum spennings út af Lúdóinu. Nú set ég twistinn út...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Til hamingju með afkvæmið yndislega!

RÚV mun líklega aldrei fara af auglýsingamarkaði,allavega ekki alveg,einfaldlega vegna þess að markaðurinn sjálfur vill það ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: arnar valgeirsson

alltaf gaman fyrir börnin að eiga spil sem pabbi ræður við. til hamingju með drenginn. hann er náttúrulega æðislegur.

arnar valgeirsson, 28.9.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband