Frasi dagsins er stolinn frá Hauki frænda...

Ef Guð vildi ekki að við borðuðum dýrin, af hverju eru þau þá úr kjöti?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð er nefni lega ekki almáttugur né óskeikull, hann getur t.d. ekki búið til svo stóran stein að hann geti ekki valdið honum sjálfur, en flest annað.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Víst getur hann búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum sjálfur. En þar sem hann hefur ekki gert það enn hefur hann ekki komið sér í þá aðstöðu að hann sé ekki almáttur - ekki satt?

Ingvar Valgeirsson, 29.9.2007 kl. 20:30

3 identicon

Þú meinar að það sé betra að þegja og vera álitinn heimskur en tala og taka af allan vafa????

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, það er ekki það sem ég meina - reyndar fæ ég ekki á nokkurn hátt séð (og ímyndunarafl mitt er þónokkuð) hvernig þú færð það út.

Kannski þú hefðir átt að þegja... :)

Ingvar Valgeirsson, 29.9.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þetta finnst mér það besta sem ég hef heyrt lengi..!

Guðríður Pétursdóttir, 30.9.2007 kl. 19:24

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, svei mér ef hér lekur bara ekki af þeim heimspekin og heilaviskan, Ingvari og Bubba!Hvað eru svona snillingar eiginlega að bogra í fylgsnum fáviskunnar dagsdaglega, í fiskifóðurfabriku annars vegar og hljóðfærasöluhreysi hins vegar þegar þeir ættu frekar að sitja á hinum efstu rökstólum andans, að leysa lífsgátuna fyrir okkur hin, smælingjana sem allt okkar líf leitum sannleikans í vorum naflaskít!?

Spyr nú bara sísvona!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.9.2007 kl. 21:59

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, við Bubbi stofnum flokk og tökum að okkur einræði.

Hvernig væri ef við settum auglýsingu í blaðið - tökum að okkur einræði, sveigjanlegur vinnutími, sanngjörn ofstjórnun. Uppýsingar í síma 32.

Við myndum örugglega standa okkur vel og vera frábærir einræðisherrar. Ef tveir stjórna öllu, eru menn þá ekki tvíræðisherrar?

Ingvar Valgeirsson, 30.9.2007 kl. 22:27

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha Ingvar, væri nú bara alveg til í að prófa þetta!

En eins skemmtilegir og djúpir þið bubbinn eruð, þá finnst mér sjálfum þessi "Almáttugsguðspæling" sýna enn og aftur takmörkun okkar mannræfilsskepnanna!

Guð ssvo almáttugur sem hann er, á í sínum almætti takmörk, alveg nákvæmlega eins og allt annað sem mótast hefur oggrautast í hausnum á okkur!

SVo lengi sem við getum ekki einn góðan veðurdag hrópað, "Sjá, sjá, þarna er guð, þetta er hann, loksins vitum við að hann er í raun til", þá lítur hann sömu lögmálum og allt annað sem við höfum upphugsað og mótað um öróf alda og með þeim takmarkaða skilningi sem við höfum á tilverunni!

Og líkt og með alheiminn og hverslag s fyrirbæri hann í raun er, eitthvað sem við getum ekki til fulls skilgreint, þá gildir það um fyrirbærið guð, skilningur okkar á honum takmarkast við okkur sjálf. Einn maður er sterkari en allir hinir í heiminum, við vitum það, þó við vitum kannski ekki hver sá er né hver styrkur hans er nákvæmlega!

Sama gildir í raun um guð, við höfum vissar forsendur gefnar um hann sem ægivald eða já, almáttugan. En við vitum ekkert fram yfir gamlar bækur og óáreiðanlegar hver hann er né hvað hann er!

EF kenningin hans bubba og fleiri á að ganga upp yrðum við að vitahvort einhver annar skilningur en okkar er til á því sem við annars köllum almátt, alveg nákvæmlega eins og að við þurfum að líkum að vita hvað í raun fellst í alheiminum, hvort hann eigi sér takmörk til dæmis, sem við í dag getum einfaldlega ekki svarað né hvernig gengur upp!

Púff orðið hryllileg langloka sem engin skilur í frekar en guði hehe, en samkvæmt þessari kenningu á guð semsagt ekki að vera almáttugur ef hann getur ekki (svo bara sé notað alþýðumál) TOPPAÐ SJÁLFAN SIG!Hann sé ekki almáttugur vegna þess að hann geti ekki skapað stein sem hann getur ekki lyft sjálfur!?

meðan við vitum ekki meir um hvað guð er í raun og veru, getum við mannbjálfarnir ekki ætlast til að hann hverfist bara um sjálfan sig eins og einhver fjárans skurðpunktur í stærðfræði eða eitthvað!

Ég fullyrði og það getur engin hrakið með neinni vissu eða ímyndunarafli um guð þennan almáttugan, hvað þá einhverjum rökum, að um hann gildir það sama og um okkur:

EnGINN GERIR BETUR EN HANN GETUR!

Og munum, guð skapaði jú manninn í sinni mynd, en hefur kannski hætt við hálfnað verk?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 00:30

9 identicon

Maggi alltaf í boltanum???????

bubbi (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 23:04

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já og baka þig náttlega þar!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband