30.9.2007 | 22:48
Moneypenny fallin frá
Gersamlega ein af eftirminnilegustu karakterum kvikmyndasögunnar. Einnig frábær í hrollvekjunni The Haunting (orgínalnum frá ´63, ekki endurgerðarviðbjóðnum frá því nýverið). Sjáið hana endilega. Einnig er Agatha Christie-myndin Endless Night, hvar Maxwell fór með part, feykigóð.
Lék á móti Roger Moore bæði í Dýrlingsþáttunum og Persuaders áður en hún lék á móti honum í Live and let Die. Sást lítið eftir að hún hætti sem Moneypenny, ætli síðasta myndin hafi ekki verið terroristadramað The Fifth Angel með Jeremy Irons og Íslandsvininum Forest Whittaker.
Hún lék líka í allavega tveimur gamanmyndum, hvar gert var grín að Bond - einhverri Hong Kong-grínmynd og svo OK Connery (Operation Kid Brother) hvar Neil Connery, bróðir Sean, fór með aðalhlutverkið.
Kannski maður smelli From Russia With Love í tækið á eftir að gamni.
Moneypenny" látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sé glitra tár á hvarmi Ingvars litla...!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.9.2007 kl. 23:37
Ég samhryggist þér innilega! Auðvitað er vel við hæfi að horfa á einhverja af kvikmyndum þessarar eðalleikkonu til minningar um hana.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 00:07
Ég votta þér samúð mína Ingvar.
Haukur Nikulásson, 1.10.2007 kl. 11:30
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.10.2007 kl. 18:42
ÆÆÆ
RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.