Kvikmyndagetraunin að þessu sinni...

... er alls ekki bíógetraun, meira svona eins og sjónvarpsgetraun.

Spurt er um karakter. Þessi karakter er rannsóknarlögreglumaður og vel þekktur. Hann kom fyrst fram á skjánum nítjánhundruðsextíuogeitthvað.

Karakterinn á bróður, sem var einmitt leikinn af bróður leikarans, sem lék karakterinn. Hvernig finnst ykkur það?

Hver er karakterinn?

Fer til London eldsnemma í fyrramálið að sjá Rush. Er með útbrot, magakveisu og nábít af eintómum spenningi. Vona heitt og innilega að ekki fari fyrir mér eins og strákunum í Á móti sól þegar þeir fóru að sjá Prince um daginn, en þá var svo mikil seinkun á flugi að þeir misstu af konsertnum. Ég fann svo til með þeim að ég fór næstum því að gráta þegar ég heyrði af þessu.

Hilsen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

er þetta Derrik?? eða hvað sem þessi þjóðverji hét... skemmtu þér ærlega á Rush tónleikunum.. og svo reyniru að koma þessu bandi í hausinn á mér seinna meir....

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 9.10.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, Svenni minn. Ekki rétt.

Ingvar Valgeirsson, 9.10.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Guffi Árna

Hey góða skemmtun á Rush,,ég ætla að reyna að sjá olsen olsen bræður bráðum,,enn annars er ég hress kveðjur frá mér

Guffi Árna, 9.10.2007 kl. 16:53

4 identicon

Bið að heilsa Geddy Lee og og hinum í tveim í Rush.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:46

5 identicon

Taggart?

Gleðilegt Rush!

Brynhildur (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 19:16

6 identicon

Ef það lítur út fyrir seinkun þá segirðu bara við þá þarna í flugbransanum: I´m in a Rush!

ahahahahahahahah ahahhaahhaahha aaaaaaaaaaaa haaaaaaaaaaa oj ég dey.

Brynhildur (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 19:18

7 Smámynd: arnar valgeirsson

þú missir ekkert af rush. en ógeðslega góða skemmtun samt sem áður. ekki laust við öfund hérna megin. bið sérstaklega að heilsa alex.... og segðu þeim að taka the trees. allavega þylja textann. skcgkcnilld.

arnar valgeirsson, 9.10.2007 kl. 19:42

8 identicon

Góða skemmtun á RUSH, ég man enn eftir þegar Canada mennirnir voru að reyna að giska á hvað band þú fýlaðir.

Halli Jó (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 21:17

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, takk, allirsaman. Ég er búinn að kúka á mig af einskærri tilhlökkun.

Ekki er spurt um Taggart. Nýjar vísbendingar bráðlega ef allt klikkar.

Ingvar Valgeirsson, 9.10.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband