19.10.2007 | 16:30
Það held ég nú...
Airwaves að byrja. Sjálfur spilaði ég bara með Inga Val á Döbb í gær, með bullandi nábít og drakk bara te. Var svo stoppaður af löggunni, meira að segja leynilöggunni, á leiðinni heim. Ungur og ákaflega kurteis lögreglumaður og ung, kurteis og bráðhugguleg löggukona. Bara að tékka hvort ég væri nokkuð fullur, sem ég var einmitt ekki - aldrei þessu vant á fimmtudegi. Hafði bara gaman af.
Kom svo við í 10-11 á leiðinni í vinnuna í morgun. Sá efri partinn af Séð og heyrt í blaðarekkanum. Þar var flennistór fyrirsögn við mynd af Aroni Pálma hvar sagt var að hann væri kominn með kærustu. Við hliðina var svo mynd af Rut Reginalds. Hvað á maður að halda?
Svo er þetta bráðskemmtileg lesning.
Svo ætla ég ekki rassgat á Airwaves, verð bara heima með fullt hús af börnunum mínum og öðrum gestum að hafa það gott.
Veriði sæl.
Athugasemdir
hvað áttu eiginlega mikið af börnum?
rabbabararúna (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 15:24
þau voru 7 síðast þegar hann taldi
Guðríður Pétursdóttir, 21.10.2007 kl. 00:34
fullt hús af börnunum mínum og öðrum gestum ??? Eru börnin þín gestir????
Brynhildur (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 10:20
Ókei - meinti fullt hús af börnum og gestum. Ánægð, gott fólk?
Ég á tvö, til að hafa það á hreinu. Yfirleitt kallaðir Eldri og Yngri-Sveppur, eða Prótótýpan og Litli.
Ingvar Valgeirsson, 21.10.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.