Meira einsmell

Snorri Sturlu hefur tekið virkan þátt í einsmellumræðunum. Einsmellungar eru margir og misgóðir.

Patrick Hernandez átti góðansmell, Born to be alive, alltaf í talsverðu uppáhaldi hjá mér. Madonna var víst dansari hjá honum í gamla daga, áður en hún sló alveg sjálf í gegn.

Danny Wilson (hljómsveitin hét það, þetta var ekki sólóartisti) áttu svo þennan smell árið 1987, ef ég man rétt. Lagið varð ekki vinsælt í Evrópu, en náði vinsældum séinna í Bandaríkjunum. Þá var það endurútgefið í Bretlandi og varð geypivinsælt. Gaman að því, skal ég segja ykkur.

Þetta var svo alveg svaðalega leiðinlegt lag. Mikið er ég glaður að ég heyrði aldrei í þeim aftur. Boy meets girl - kristaltært ógeð.

Sam Brown, bakraddasöngkona Pink Floyd, átti svo þetta feykiskemmtilega lag fyrir réttum átján vetrum síðan. Hún er dóttir Joe Brown, sem spilaði með Eddie Cochran í gamla daga. Hún hefur svo sungið með Deep Purple og Fish (úr Marillion), en ég held að þetta sé eini hittarinn hennar sem slíkrar.

 Þetta er langt frá því að vera einsmellungur, en ég get bara ekki sett inn lög og sleppt Rush. Hér með svakafínt sjó fyrir framan sextíu þúsund manns í Brasilíu. Ég hef séð þá læv, ekki þú (nema Kiddi sé að lesa).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er að lesa!

Kristján Kristjánsson, 25.10.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Djö snilld er einn lítill sigur!

Kristján Kristjánsson, 25.10.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, snilldin ein. Sumir verða bara betri og betri með aldrinum, eins og gott sevenöpp.

Ingvar Valgeirsson, 26.10.2007 kl. 10:21

4 identicon

Þetta Danny Wilson lag er einstök snilld og eru ófá böllin sem maður  hefur sungið þetta á.  En einu lagi leita ég sífellt að og trúlega fáir aðrir en þú sem koma til greina með að geta fundið það.  Það er lag sem hét eitthvað á þá leið "Cuomo de ciero" (komodekjéró) og var að ég held með artistanum Tony Perez.  Tímalaus snilld

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 17:35

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tony Perez - er það ekki beisbollspilari?

Ingvar Valgeirsson, 26.10.2007 kl. 18:16

6 identicon

Beisboll.... Boccia.... hver er munurinn...ahahaha.... En þessi ruslpóstvörn vefst alltof oft fyrir mér...  að reikna eh...hvað er það?  Eigum við eitthvað að ræða þetta eða?  Það er ekki verið að kljúfa atóm á hverjum degi á mínu heimili sko... hihihihihi

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:58

7 Smámynd: arnar valgeirsson

betri er einsmellur en ellismellur þarna gamla geit. og betri eru mellur en ellismellur. bíttíðig sjálfur. vona að þú fáir fullt af blómum..

arnar valgeirsson, 26.10.2007 kl. 22:56

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

gaman að þessu

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 23:35

9 identicon

Takka takka takka förir.

Brynhildur (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:29

10 Smámynd: arnar valgeirsson

TIL HAFMEYJU LITLI BRÓ. þetta er erfitt en venst einhvernveginn í andskotanum.

arnar valgeirsson, 27.10.2007 kl. 18:23

11 Smámynd: Snorri Sturluson

Hugheilar árnaðaróskir í tilefni dagsins.  Svarfdælsk gen tryggja það að greind þín eykst með ári hverju og líkamlegt atgervi verður sífellt glæsilegra.

Það er líklegra heldur en hitt að í útvarpi allra landsmanna verði í kvöld leikin lög þér til heiðurs.  Það er að stærstum hluta bróður þínum að þakka.

Snorri Sturluson, 27.10.2007 kl. 19:46

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, takk fyrir það, bróðir og fjarskyldi frændi. Kannski ég stilli þá loxins á "Eigi skal slökkva" í heljarinnar hégómakasti.

Ingvar Valgeirsson, 27.10.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband