27.10.2007 | 20:43
27.10.07.
Í dag á Eggert gítarsmiður ammæli. Líka John Cleese og Simon Le Bon. Svo á Óli í Atómstöðinni líka ammælídag og einnig ágætisdrengurinn Jens Hansson, saxófónblásari Sálarinnar (spilaði líka saxófónsólóið í Blindsker með Das Kapital).
Nú - ég líka... ég er þrjátíu. Og sexí. Dag.
Nú, Baggalútur eru pólítískt rétthugsandi nú sem endranær, sbr. þetta ágætiskvæði, Tíu kátir kynvillingar:
Kynvillingar fóru á krá,
kenndir, allir tíu
einn var tekinn aftanfrá,
og eftir voru níu.
Níu litlir nárakjassar
nutu þess að hátta
einn fékk skæða sárasótt
þá sátu eftir átta.
Átta hýrir hommatittir
hittust klukkan tvö
einn tók fullstórt upp í sig
eftir voru sjö.
Sjö graðir gleðipinnar
gláptu á XXX
einn þeirra sprakk úr spenningi
spólunni skiluðu sex.
Sex blíðir attaníossar
æfðu sig í rimm
einn fékk sig fullsaddan
sáttir voru fimm.
Fimm æstir analistar
urðu flennistórir
einn féll þá í yfirlið
eftir voru fjórir.
Fjórir sætir sykurpúðar
sungu ég er hýr
einn var kýldur klessu í
komust undan þrír.
Þrem bústnum bossahossum
bauðst að hnoða leir
einn fékk af því standpínu
eftir sátu tveir.
Tveir baldnir borusnúðar
bögguðu ekki neinn
en öðrum var gert að gifta sig
gekk þá áfram einn.
Einn kenghýr kynvillingur
komst víst aldrei heim
en ekki hafa áhyggjur
það er víst nóg af þeim.
Tær snilld.
Menn eru svolítið að missa sig vegna nýrrar útgáfu Tíu lítilla negrastráka. Ég hefði aldrei vitað af endurútgáfunni nema vegna hávaðavæls í hinum sígrenjandi pólítískt rétthugsandi minnihluta. Besta auglýsing sem bókaforlag gæti hugsað sér. Er örugglega að seljast betur en nýja pólítískt rétthugsandi þýdda Biblían, hvar Jésú er bara einkasonur Guðs, en ekki lengur eingetinn og Páll er ekki lengur karlrembusvín. Gott ef samkynhneygð er ekki bara hætt að vera dauðasynd í Gamla testamentinu líka. Lítið fútt eftir í henni.
Eníhjú, allir hressir?
Athugasemdir
Aha - ertu í nágrenni við Sigga? Ég heyrði einmitt í honum fyrir fáum dögum síðan í símann, hafði ekki heyrt í honum né séð hann í einhver þrjú eða fjögur ár. Eggert er hinsvegar nýkominn á klakann aftur úr námi erlendis, gaman að því.
Ingvar Valgeirsson, 27.10.2007 kl. 21:10
Hammó með ammó!!!!
Tíu börn af afrískum ættum
unnu í svínastíu........Botnaðu svo.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:13
Elvar snæddi eitt þeirra og þá voru eftir tólf...
Takk fyrir það.
Ingvar Valgeirsson, 27.10.2007 kl. 21:57
til hamingju kall..
Guðríður Pétursdóttir, 27.10.2007 kl. 23:08
Takk, kelling.
Ingvar Valgeirsson, 27.10.2007 kl. 23:11
Kæri frændi! til hamingju með ammælið. Njóttu þess að vera loksins jafngamall og ég
Ágúst Böðvarsson, 27.10.2007 kl. 23:25
Gleðilegt ammæli!
Ingunn (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 03:19
Hey.. til hamingju með ammælið í gær ;)
Bengta María (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:34
Til hamingju með afmælið í gær....
Svenni (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:38
til hamingju með afmælið í gær! sé þig í vikunni
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 12:05
Til hamingju með afmælið kæri félagi og fyrirgefðu hvað ég var lengi að ranka við mér. Á ég ekki að hringja í þig og taka lagið "Hann átti afmæli í gær ..."?
Bjarni (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:52
Hey - takk, allir!
Bjarni - nei, ekki voga þér að syngja!!! Guð var ákaflega rausnarlegur við þig hvað varðar ákaflega margt, bæði þig sjálfan og alla þína familíu - allt saman yndislegt fólk. Sönghæfileikar hinsvegar voru ekki einn þeirra fjölmörgu hæfileika sem þér voru gefnir.
Ingvar Valgeirsson, 28.10.2007 kl. 14:47
Til hamingju með afmælið í gær helvítis dúllan þín (ef ég má nota þitt orðalag).
Olga Björt (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:02
Já, innilega til lukku með gærdaginn, gasprandi gítargutlarinn þinn! ERt ýgilega unglegur og hress miðað við hvað þú hefur lítið sukkað og svínaríast í, að ég tali nú ekki um slegist um ævina, seisei!
Skál í í norðlensku Eyraröli og að sjálfsögðu ríkisseldu haha!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 20:39
Ensku kaddlinn til hamingju með árin þrjátíuogsexí! Ég gat ekki óskað þér til hamingju í gær af því ég var að rembast svo mikið að reyna að koma barninu í heiminn........það tókst ekki........svo ég er bara að huxa um að bíða þar til þú átt afmæli næst............
Brynhildur (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:52
Það kom reyndar smá prump við rembinginn sem á þá sama afmælisdag og þú........
Brynhildur (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:57
Skrymbryldur - akkuru gastekki gefið mér barn í ammlælisgjöf?
Keli - greyið Siggi... :) Ég verð í sammara. Ég meira að segja var þarna á svæðinu fyrr á árinu. Hélt reyndar að Siggi væri allt annarsstaðar og hitti hann því ekki neitt.
Ingvar Valgeirsson, 29.10.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.