29.10.2007 | 17:58
Fleiri jútjúbvídeó og bíórýni
Nostalklígjukast Sveins. Hér er myndband sem gefur manni gæsara og færir mann í Reiðhöllina rúm seytján ár aftur í tímann - nákvæmlega 9. september 1990. Þá var stuð.
Ekki fór ég á Mettallikkukonsertinn, en hér er myndband sem ég hló mikið af. Hækka vel, sko...
Nú, myndir helgarinnar - náði að horfa á Death Proof og Planet Terror. Loksins. Virka örugglega betur saman en sín hvort kvöldið. Ágætisræmur, svosem. Skemmtilegar báðar tvær, en maður verður að muna markmið kvikmyndargerðarmannanna ef maður ætlar að koma með einhverja gagnrýni. Þetta eiga að vera gamaldags og hallærislegar hrollvekjur og tekst það þokkalega. Ég allavega hlakka mikið til að horfa á þær aftur.
Perfect Stranger sá ég líka. Halle Berry og Bruce Willis eru þar aðal, Berry alltaf jafn viðurstyggilega foxí. Maðallagsræma, kannski aðeins yfir. Skemmtilegt plott og Brúsi stelur svolítið senunni.
Svo sá ég óvart Bruce Digalow - European gigolo í sjónvarpinu í gær. Kom á óvart, þar sem ég bjóst við að hún væri algerlega ömurleg. Fullt af politically gersamlega-incorrect-gríni, sem ég einmitt fíla. Myndin er í sjálfu sér hundléleg, en brandarar á stangli gera hana svosem alveg þess virði að eyða tíma í, ef maður er fótbrotinn heima hjá sér. Eða eitthvað.
Bæ.
Athugasemdir
Langbesta lag medaligu.
Gývulegur þétleyki.
Necrocannibalistic Vomitorium eru samt þéttari.
TH
Tryggvi H. (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.