12.11.2007 | 15:38
Getraun - já, takk
Best að henda getraun í smetti lesenda. Nú skal spurt um amerískt kvendi sem hefur fengist bæði við leik og söng. Samið slatta af lögum líka - sem hafa eitthvað verið notuð í bíómyndum - auk þess sem hún hefur verið óhrædd við að taka upp lög eftir aðra - en eitthvað af þeim lögum hafa líka endað í bíó.
Hún hefur leikið sjálfa sig. Oftar en einu sinni.
Hún lék lítið (en þó nokkuð stórt) hlutverk í einni bestu mynd sem ég hef séð. Þrátt fyrir að hlutverkið væri ekki stórt, sko ekki þannig, var mynd af henni framan á hulstrinu. Ekki sást í andlitið samt.
Hún hefur verið í einhverjum hljómsveitum, þar af var ein svolítið vinsæl á sínum tíma.
Einhver?
CSI New York í kvöld á Skjánum. Blökkumaðurinn úr teyminu handtekinn fyrir morð sem John Connor framdi.
Athugasemdir
giska á bette midler. hún er allavega held ég amrísk sko.
arnar valgeirsson, 12.11.2007 kl. 16:55
ætlaði reyndar að giska á mariann faithful. hún er bara ekki amrísk. en jaggerinn hældi henni þó fyrir allt annað en söng...
arnar valgeirsson, 12.11.2007 kl. 16:56
Þú ert alveg úti að skíta. Í buxurnar. Ekki Midler, ekki Faithful.
Ingvar Valgeirsson, 12.11.2007 kl. 17:33
Hmm. Debbie Harry?
Jósi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:15
Hmmm... Ekki gæti þetta verið Tina Turner?
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:23
Ónei. Ekki Turner, ekki D.H.
Ingvar Valgeirsson, 12.11.2007 kl. 21:23
Queen Latifah
Einar Bragi Bragason., 12.11.2007 kl. 22:11
Ekki Queen Latifah. Onei.
Ingvar Valgeirsson, 12.11.2007 kl. 22:38
Ég segi bara Dolly Parton... eða Courtney Love...
æji fokk veit ekki ..
Stefán Örn Gunnlaugsson aka. Steven the STUD (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 00:36
hér er getraun sem ég veit ekki svarið við sjálf: afhverju er tannkrem á tölvumúsinni?????
Guðríður Pétursdóttir, 13.11.2007 kl. 00:37
ég ætlaði að segja dolly parton, en þorði því ekki
Guðríður Pétursdóttir, 13.11.2007 kl. 00:38
Ekki Dollý og ekki Körtnei Löv.
Guðríður, þetta er ekki tannkrem. Þetta er sleipiefni. Hættu að leika þér með músina!
Ingvar Valgeirsson, 13.11.2007 kl. 10:10
Ég giska á Cher
Loftur (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 10:10
Er þetta George Clinton ?
Ævar Eiður, 13.11.2007 kl. 10:48
Eretta EmelíjúHarris ? ...og er hún ekki eitthvað skyld Steve Harris ?
Ævar Eiður, 13.11.2007 kl. 13:00
Ekki er þetta Alanis Morisette (hún er reyndar Kanadísk, en Kanada er víst í heimsálfunni Amríku (norður))
Inga Þyri (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:42
Enginn með rétt enn. Uss, uss, uss.
Ingvar Valgeirsson, 13.11.2007 kl. 14:08
Guðríður Pétursdóttir, 13.11.2007 kl. 15:53
Þú ert svo bálskotinn í Earthu Kitt að þú gætir mögulega verið að spyrja um hana.
Bjarni (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.