Smók

Í Skipholtinu er maður sem er alltaf úti að reykja. Ég labbaði framhjá áðan, rétt upp úr klukkan níu. Þá var hann úti að reykja. Ef ég labba niður í Rín eða niður á Devítós á daginn er hann úti að reykja. Í gærkvöldi, þegar ég var búinn í vinnunni, var hann úti að reykja. Ég held að þau skipti sem ég hef gengið fram hjá þessu tiltekna húsi og hann er ekki úti að reykja séu teljandi á fingrum... reyndar beggja handa, en ég fer þarna framhjá daglega, stundum nokkrum sinnum á dag.

Miðað við þennan kall er Ingi Valur eins og Þorgrímur Þráins, bara ekki jafn hárprúður og miklu sætari.

Svo vil ég þakka Andra, vinnufélaga mínum og meðlim í hljómsveitinni Náriðlum, fyrir Big Lebowski-bolinn sem hann gaf mér.

Getraun. Kannski. Í kvöld eða á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Sumir kallar eru alltaf úti að reykja.  Það er einn sem liggur á Borgarspítalanum.  Eða ég held það, hann er alltaf úti að reykja, í hjólastólnum sínum, án lappa, því þær voru teknar af vegna reykinga.

Það er náttúrulega bara ódýrara fyrir spítalana að hafa svona sjúklinga, þeir taka ekki rúmpláss, bara einn hjólastól, og hann er úti allan tímann. 

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 7.12.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Voðalega ruglar drengurinn hér að ofan!

En Ingvar, vonandi er þetta smókdæmi hér ekki lúmsk vísbending um að leiðindi á borð við Smokie & The Bandit verði í getrauninni?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2007 kl. 11:46

3 identicon

hún er góð, eldist að vísu ekki vel en alltaf hægt að hlæja að burtaranum

rabbabararúna (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Saklaus! Ég er ekki þessi reykingakall! Sem betur fer ... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.12.2007 kl. 09:43

5 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Það var einn rúntsölumaðurinn (minnir að hann hafi verið hjá DanÓl) sem kallaði mig ýmist "Smokey the bear" eða "Smokey and the bandit" á tímabili því hann þurfti alltaf að mæta í sjoppuna til að selja eitthvað akkúrat á síðustu 5 mínútum morgunverðarpásunnar hjá mér. Sama hvort ég fór snemma í kaffi eða seint, eða jafnvel sleppti morgunmatnum og reykti ekkert fyrir hádegi, nánast alltaf kom hann á meðan ég stóð úti. Þetta var alveg við það að hætta að verða fyndið.. samt ekki, svona tilviljanir eru alltaf skondnar

Björn Kr. Bragason, 13.12.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband