14.12.2007 | 23:27
Hljómsveitargetraun? Hví ekki?
Hvernig væri ekki að breyta út af vananum og standa fyrir hljómsveitargetraun? Já, hvernig væri það ekki?
Bíógetraunirnar hafa nebblega verið teknar í nefið fljótt og örugglega upp á síðkastið. Myndi leggja mikið í eina erfiða, en hef ekki tíma í það.
Ókei, spurt er um hljómsveit. Þetta var kvartett, sem samanstóð eins og aðrir kvartettar af fjórum einstaklingum. Allavega þrír þeirra hafa verið í hljómsveitum hvar einn meðlimur hefur látist.
Þrír hafa verið í sveitum sem leikið hafa á Íslandi.
Sveitin, sem spurt er um, lagði upp laupana fyrir meira en tveimur áratugum. Gaf út tvær plötur og túraði svolítið.
Gítaristinn hefur samið tónlist fyrir bíó.
Allir eru meðlimirnir lifandi og starfandi í dag.
Anyone?
Athugasemdir
NECROCANNIBALISTIC VOMITORIUM. Er það ekki ?
kv- TH
Tryggvi Hübner, 15.12.2007 kl. 06:39
Nei, Tryggvi minn, Ekki alveg...
Þú hefur samt unnið ókeypis sundferð til Færeyja, aðra leið. Ég skal lána þér kút og kork.
Ingvar Valgeirsson, 15.12.2007 kl. 10:22
Spencer the gardener?
Brynjar Páll Björnsson, 15.12.2007 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.