Vísbendingar

Hljómsveitargetraunin virðist ætla að endast lengur en síðustu bíógetraunir. Það er gott. Hér séu vísbendingar.

Gítaristinn gekk snemma á ferlinum til liðs við hljómsveit, sem naut þá talsverðra vinsælda. Sú sveit liðaðist í sundur og hann stofnaði aðra sveit, sem varð enn vinsælli. Báðar þessar sveitir eru til í dag, hvorug með upphaflega liðsskipan. Báðar hafa leikið hérlendis, önnur fyrir aldamót, hin eftir aldamót.

Bassaleikari sveitarinnar, sem spurt er um, hafði svolitla sérstöðu. Fyrir utan að vera mjög sérstakur bassaleikari lék hann einnig á hljómborð í sveitinni. Þykir einnig liðtækur klarinettspilari.

Einn hljómsveitarmeðlima er sköllóttur. Hinir ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahh - Led Zeppelin.

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, þeir gáfu út fleiri en tvær plötur... skoða vísbendngar betur.

Ingvar Valgeirsson, 15.12.2007 kl. 21:27

3 identicon

nei - gleymdi þessu með að þeir gáfu út tvær plötur...

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Afsakið stafsetningarviddlur...

Ingvar Valgeirsson, 15.12.2007 kl. 21:27

5 identicon

þetta er of erfitt fyrir mann eins og mig..

Svenni (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 03:26

6 Smámynd: arnar valgeirsson

hef akkúrat ekki grænan grun og þetta er örugglega eitthvað band sem engin hefur heyrt um nema einhverjir tjallar sem sögðu þér sögu á fylleríi á djöfliners.

en giska samt á tenpole tudor

arnar valgeirsson, 16.12.2007 kl. 16:31

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, þetta er hvorki Tenpole Tudor né BUENO VISTA Social Club. Allir úti að skíta...

Ingvar Valgeirsson, 16.12.2007 kl. 16:58

8 identicon

þetta er líklega ekki whitesnake...

svenni (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 18:19

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ Ingvar, ég er ósköpð heilaslappur núna, en eru ekki ákveðnar líkur á að fyrirbæri eins og ég eigi þessar tvær plötur sem og plötur með hinum tveimur sveitunum!

skallar eru nú ekki svo óalgengir, verður sýnist mér að koma með fleiri vísbendingar!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.12.2007 kl. 18:28

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ýmislegt gæti passað við Clapton hérna, nema hvað varðar plötufjöldan, svo ég er líkast til á villigötum. þ.e. hélt þetta gæti í fljótu bragði átt við blind Aith, en paltan þeirra var nú eiginlega bara ein, þó önnur útgáfa og aukin minnir mig hafi komið seinna. Bakerinn er að vísu sköllóttur og Ric Drech dauður, en mig minnir ekki að hann hafi spilað á hljómborð auk bassans,hvað þá klarinett. John Mayll, kom hins vegar á sl. öld og Yardbirds á þessari ef þetta gæti átt við,en hmmm, gerir það ekki, en gaman að hrista aðeins upp í heilagarminum og rifja þetta upp! Las svo mikið um clapton einu sinni og allt þetta rosalega rugl með hann um og fyrir ´70! (sérstaklega hvað þetta Delanie & Bonnie dæmi varðaði og D&D sumpart minnir mig líka!) Svei mér ef ekki bara flestir ef ekki allir bestu vinir Claptons hafi ekki drepist síðast Harrison auðvitað, en sjálfur lifir hann enn og hefur líklega aldrei verið sprækari en nú!?En ætli menn fari ekki að drusla karlinum til að spila hérlendis? Hann er bara alltaf að laumupokast hérna í veiiðiskap ár eftir ár!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.12.2007 kl. 19:31

11 identicon

Ef engin verður búin að gizka rétt fyrir 24 des. koma þá engin jól?

Brynhildur (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 21:43

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Enginn með rétt enn, jólunum aflýst. Ljósahátíðin tekin upp í staðinn.

Ingvar Valgeirsson, 16.12.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband