21.12.2007 | 22:48
Vísbendingar Sveins
Nú, enginn kominn með rétt svar í hljómsveitargetrauninni. Gaman að því.
Ekki þó jafngaman og að fylgjast með femínistunum og jólakortunum þeirra. Sumir orðnir - eðlilega - svolítið pirraðir yfir bullinu í þeim og vægast sagt verulega ósmekklegum jólakveðjum. Þegar þrengir að koma fram menn úr karladeild femínistafélagsins og snúast til varnar. Sumsé, þegar kerlingarnar eru búnar að mála sig út í horn þurfa karlmenn að koma til bjargar. Lítið femínískt við það, ekki satt?
Eníhjú, vísbendingar... hér;
Hljómsveitin, sem spurt er um, tengist aðeins Whitesnake og Sykurmolunum.
Sveitin breytti nafninu eilítið snemma á ferlinum. Nafnið var upphaflega tvö orð, en svo var þriðja orðinu bætt við. Sumsé, þriggja orða nafn á sveitinni.
Söngvarinn þykir... ja, athyglisverður karakter. Hann hefur að sögn innbirt örlítið af ólyfjan gegnum tíðina. Eða kannski bara mikið.
Athugasemdir
PIL
arnar valgeirsson, 21.12.2007 kl. 22:57
Það var lallari, kommasvíniðitt! Pöbblikk Imidds Limitedd með Johnny Rotten í broddi fylkingar.
Ingvar Valgeirsson, 21.12.2007 kl. 23:08
þetta var léttara en andskotinn, repúblikanabússasssleikir.
þú verður hér eftir kallaður bússasssleikir í desember. um ókomna framtíð.
jólasveinninn sem engin mamma vill kyssa, við jólatréð í stofunni. ekki í dag og alls ekki í gær.
arnar valgeirsson, 21.12.2007 kl. 23:20
Þetta virkaði á mig. Ég hef ekki nauðgað nokkrum sköpuðum hlut síðan ég sá kortið.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 23:27
Er það ekki bara ósköp venjulegt jólafrí? Ég meina, meira að segja karlmenn þurfa jólafrí!
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 09:35
P.I.L. var/er snilld.
Nema hvað að Jonni Rotni Lýðdóni notaði lítið sem ekkert dóp miðað við samtímamenn hans og nánustu samstarfsmenn...
Sjáðu bara Jón 'Sidda' Viðskotailla.
Hann drap sig á þessu helvískur.
En jæja.
"This is not a love song. Big business is very wise, this is not a love song."
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.12.2007 kl. 14:55
steve vai spilaði með þeim. keith levane úr clash byrjaði með pil.
svo fengu sykurmolar og new order að þvælast með pil á tónleikaferðalagi fyrir 15-20 árum þegar ingveldur litla var ennþá barn. lítið jólabarn... en svo man ég ekki meir nema fullt af frægu fólki tengist pilverjum með einum og öðrum hætti.
arnar valgeirsson, 23.12.2007 kl. 17:36
Nú skil ég, stóri bróðir á eiginlega heiðurinn af því að litli gat búið þessa getraun til og þannig augljóst hví hann kom með svarið!
En vísbendingar villandi, allavega að tala um "popp" í þessu samhengi, ruglaði mig, þó vissulega hafi popp verið eitthvað sem sveitin bara á borð allavega sumt!
En Ingvar sperti sperðill, gleðileg jól og takk fyrir alla skemmtunina í blaðrinu á árinu sem er að drepast og hverfa því það er svo leiðinlegt að vera til lengur!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.