29.12.2007 | 12:14
Áramótaspáin
Ég sit hér með bros á vör og ársgamalt Séð og heyrt á borðinu fyrir framan mig. Geymdi blaðið í heilt ár bara til að sjá hversu nákvæm völvuspáin yrði. Óhætt að segja að völva þessi er með eitt magnaðasta klepramullett fjölmiðlasögunnar, svo mikið er hún búin að skíta upp á herðablöð.
Fyrsta setningin sem ég sé er "stjórnarflokkarnir verða áfram við völd en þurfa á þriðja aflinu að halda". Akkúrat. Svo segir hún líka að Geir H. Haarde verði ekki ráðherra og Ingibjörg Sólrún nái ekki Samfylkingunni á flug. Gaman að því. Jón Sigurðs leiðir svo að hennar sögn Framsókn til varnarsigurs og verður ráðherra áfram. Er hann ekki jafnhorfinn og Geirfinnur?
Svo hló ég svolítið þegar ég rak augun í spána um að árið yrði gott fyrir sjávarútveginn.
Mér finnst svolítið... eða eiginlega finnst mér það alveg hreint afskaplega kjánalegt þegar völvuspá hinna og þessara kerlingarblaða er fréttaefni. Ég fæ alltaf yfirvinnukjánahroll þegar Sigmundur Ernir segir mér alvörugefinn á skjánum hvað völvan sjái á komandi ári. Mig langar bara að segja henni hvert hún geti troðið þessari kristalskúlu sinni.
Nú annars er ég hress og fékk fullt af dóti í jólagjöf, föt og skó, myndir og tónlist, kerti og spil og svo nefháraklippur, vafðar inn í neytendablaðið. Það var frá bræðrunum Arnarsson, en þeir eru ávallt hressir. Sá eldir er reyndar orðinn glæpamaður, greinilega sekur um persónuþjófnað og tölvusvindl, en það gerir hann ekki að slæmum manni. Svo eru þeir bræður duglegir að æfa sig á gítarana sína og hlusta á Iron Maiden. Toppmenn greinilega þrátt fyrir faðernið.
Svo verð ég að minnast á hvað hún Erlendína og karlinn hennar, hann Gummi, gáfu mér - 14 klukkutíma af Tinnateiknimyndum! Slógu nú heldur betur í gegn.
Svo er Eldri-Sveppur orðinn 16 vetra - ég er samt bara rétt rúmlega tvítugur. Hvernig getur þetta staðist?
Fer ekki pizzan mín að koma?
Athugasemdir
Komin tími á að játa þér ást mína, Ingvar þú ert yndislegur og það þótt þú sért aðdáandi HHG!
Hvaða skemmtilegu músík fékkstu svo í jólagjöf?
Hýt annars að draga þá ályktun að eldri bróðursonur þinn sé semsagt ískyggilega líkur frænda af þessari lýsingu!
Heyrðu, svo máttu ekki kaupa sorpritið Classic Rock framar, þeir niðurlægja goð þín í rush með að kjósa nýju plötuna ekki þá bestu heldur næstbestu, setja þetta óútkomna rugldæmi G´n´R í fyrsta sætið!?
Hreint hneyksli finnst þér ekki?
Bubbi rokköldungur var að vekja athygli á þessu í gær!
Þitt heimili stendur væntanlega enn svo þarna í blæstrinum!?
Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 01:30
var verið að skoða þetta á eyjunni í dag:
"Í tilefni þess að Völvuspá Vikunnar kom út í gær datt mér í hug að athuga með síðustu spá og hvernig hún hefði ræst. Ýmislegt er þar athyglisvert að finna.
Völvan spáði því í fyrra að við myndum senda vitlaust lag í Evróvisjónkeppnina. Því hefðu nú fleiri getað spáð. Hún segir að það kreppi að hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni sem ég held að sé eintóm vitleysa. Ég las nefnilega í einhverju blaðanna að hann hafi grætt svo mikið á bókinni um Guðna að hann ætli að kaupa sér heitan pott.
Síðan segir orðrétt: „Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs“.
Þetta þarfnast ekki frekari skýringar.
jebbs, væni. þú getur sko troðið þinni kristalsljósakrónu þangað sem hún ekkert getur lýst upp. svona eru farkíng sjallarnir.
en hamingjuríkt nýtt ár, þú rammspillta breiðholtsbarn.
arnar valgeirsson, 30.12.2007 kl. 02:15
Hehe. Það er yfirleitt aldrei rifjað upp það sem rætist ekki. En nauðsynlegt er það. Gleðileg jól.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.12.2007 kl. 09:52
Ég er yfir mig hneyxlaður á Classic Rock. Þetta eru greinilega allt saman hommar og kellingar. Annars fékk ég sándtrakkið úr Tom Cruise-myndinni War of the Worlds, fín músík eftir John Williams. Svo fékk ég bara fullt af dvd, Tinna, Death of a president og Billy Connelly. Svakastuð.
Varðandi völvuspádóminn varðandi Davíðsson, þá var hann búinn að sækja um í fyrra, þannig að það er ekkert óeðlilegt að völvan hafi "séð þetta fyrir".
Það er hinsvegar gaman að skoða gamlar völvuspár, stundum grísast á eitthvað rétt, en yfirleitt er þetta mjög varlega orðað eins og "eitthvað gerist á árinu", "sorglegir atbuðir á landsbyggðinni" eða "lögreglan mun hafa í ýmsu að snúast á árinu". Gæti það klikkað?
Ingvar Valgeirsson, 30.12.2007 kl. 17:52
vorum við ekki þarna ingvar? hvurslags erþetta
RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 19:57
Spá ársins fyrir bogmannin var að hann myndi bæta á sig í þyngd........ég var ólétt næstum allt árið!!!!
Er að vona að völvan segi mér að ég verði létt í lundu sem og líkama allt komandi ár í staðin.
Annars spái ég því að árið verði stórgott, það kemur sennilega sumar eftir þennan vetur og því sumri mun svo fylgja haust.....flestir sem lifa árið af munu eiga afmæli á árinu og önnur friðarsúla verður reist en að þessu sinni á Svalbarða.
Gleðilegt ár allir sem einn.
Brynhildur (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:01
Bryndreki - ég man ekki betur en að þú hafir lézt allverulega svo eftir var tekið þegar þriðjungur var liðinn af nóvember - tók völvan það með í reikninginn?
Ég kem svo til með að fylgjast spenntur með hvort sumar fylgi vetri - ég held frekar að það komi stutt vor eftir þetta haust...
Ingvar Valgeirsson, 31.12.2007 kl. 12:04
Gleðilegt ´nýtt ár, þú langhressasti röflari landsins!
Megir þú með Tónabúðinni vaxa og dafna á árinu svo mjög, að þið teygið anga ykkar niður úr holtum að Hlemmi að minnsta kosti!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2008 kl. 01:35
Gleðilegt ár Ingvar og takk kærlega fyrir alla þjónustu og skemmtilegheit á síðasta ári.
Haukur Nikulásson, 1.1.2008 kl. 02:21
Gleðilegt nýtt ár... og meðan ég man þá er ég með 4 eða 5 myndir frá þér... þarf að koma þeim til þín aftur...
Svenni (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 05:44
gleðilegt ár
Guðríður Pétursdóttir, 1.1.2008 kl. 21:17
Gleðilegt ár
Pétur Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 10:18
bíttíðig
rabbabararúna (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 18:37
Gleðilegt ár
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.1.2008 kl. 02:06
óskaplega hafa menn eitthvað lítið að segja ha. þýðir ekki að liggja í þynnku fram á vor. segðu eitthvað dreggur, þó það sé nú alltaf einhver helvítis bölvuð vitleysa.
arnar valgeirsson, 3.1.2008 kl. 22:53
Árið kallinn minn. Árið.
Sigurjón, 4.1.2008 kl. 00:38
Gleðileg tár. Takk fyrir gömlu.
Olga Björt (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 08:41
Er pizzan komin?
Brynhildur (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.