9.1.2008 | 22:07
Blásandi byssukjaftar og tónlistarrýni
Nú, jæja. Nokkur orð um ekki rassgat.
Fyrst - fjárfesti í mynddiski sem inniheldur harðhausamyndina Shoot´em up, sem ég held að sé best að þýða Blásandi byssukjaftar, nú ellegar Kappar og kellingar í kúlnahríð. Kannski Morðingjar og mellur... eða ekki.
Eníhjú, myndin gerir sig út sem blautan draum John Woo. Hún hefði hæglega getað orðið það ef menn hefðu ekki misst sig gersamlega hvað eftir annað í vitleysunni. Maður þarf að slökkva alveg á heilanum til að hvá ekki hvað eftir annað yfir bullinu. Það hefði verið svo lítið mál að hafa þessa mynd svo góða en það klikkar. Leikararnir eru hinsvegar frábærir, þeir fáu sem leika eitthvað á annað borð. Örugglega fín barnamynd ef ekki væru flestallir dauðir vel fyrir hlé. Hundléleg... en samt svolítið skemmtileg. Ein stjarna af fjórum fyrir óheyrilegt magn særðra og fallinna og svo vegna þess hve frábærir leikarar fara feykivel með lélegan efnivið.
Nú, þar sem undirritaður starfar sem tónlistarmaður er maður stundum spurður hvað manni finnist um eitt eða annað sem er að gerast í poppinu. Sjálfur hlusta ég sáralítið á hvað er að gerast, enda fátt skemmtilegt komið fram eftir að Bítlarnir hættu. Þó ætla ég, vegna heillar áskorunar, að koma með eilitla úttekt á síðasta ári.
Plata ársins - Snakes and Arrows með Rush. Era Vulgaris með Queens of the Stone Age í öðru sæti. Heyrði fátt annað sem var nokkrs virði á árinu, nema kannski tvö ný lög með Dúran.
Tónlistarviðburður ársins - Rush-tónleikarnir sem ég sá á Wembley. Svakastuð.
Persónuleg uppgötvun ársins - Elliott Smith. Hafði aldrei heyrt í honum, bara frétt af sjálfsmorði hans, þegar Árni, vinur minn, tróð þessu inn á mig. Ég varð voða glaður, enda úrvalsmúsíkant á ferð og stórgóður lagahöfundur. Átti víst eitthvað bágt andlega, át yfir sig af ólyfjan og stakk sig í hjartað með eldhúshníf eftir rifrildi við tjærustuna sína. Kexgeðveikur snillingur.
Meira hef ég ekki að segja um það mál og hananú.
Eru ekki allir í stuði annars?
Athugasemdir
Stuð hér!
Brynhildur (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:33
verði stuð.
er að melta snakes and arrows en hún vinnur á. það eru auðvitað langbestu plöturnar sko.
jamm, maður er orðinn óttalega lélegur í tónlistaruppgötvunum. sjitt. er reyndar að hlusta á judas priest sem kom út held ég í fyrra. svei mér þá. öflugir kallarnir.
en ég hélt reyndar að þú værir dauður. ekkert séð í marga daga. hér inni meina ég. en þar sem mamma minntist ekkert á það var ég salírólegur....
arnar valgeirsson, 9.1.2008 kl. 22:42
Mamma mín er kát þessa dagana. Enda full ástæða til. Sjálfur er ég að drulla á mig af kæti.
Ingvar Valgeirsson, 9.1.2008 kl. 23:05
kúk´í´sig af kátínu hihihihi það er soltið sérstakt.
Bið að heilsa mömmu ykkar og gott að þið eruð ekki dauðir.
Brynhildur (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:48
Ég er bara að smíða á hana Stínu Jack Daníels mína sem ég keypti af þér fyrir jól.
Gengur tussuvel. Nenni ekki að gera upp árið. Miklu frekar spæka upp hárið.
Heavy Megas.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.1.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.