Austantjaldsloforð og röfl

Sá myndina Eastern Promises í gær. Hún er eftir hann David Cronenberg og skartar Naomi Watts og Viggo Mortensen - sem einmitt kom eitt sinn á Dubliner þegar ég var að spila þar - í aðalhlutverkum. Svo er Vincent Cassel þarna líka, en hann er einmitt svo ljónheppinn að vera giftur Monica Bellucci, sem einmitt fór með eitt aðal í Shoot´em up, sem ég sá um daginn. Gaman að því. Þau eru ekki það eina sem tengir myndirnar, heldur fjalla báðar myndirnar um fólk sem er að reyna að bjarga nýfæddu barni. Í báðum tilfellum fæðist barnið í byrjun myndarinnar og aðilinn sem tekur á móti barninu (hér er það ljósmóðir með skírteini, í Shoot´em up er það gikkóður geðsjúklingur með gulrót) eyðir myndinni í að reyna að bjarga barninu.

Ætla ekki að eyða mörgum orðum í myndina, hún er bara stórgóð. Þrjár stjörnur af fjórum og vel þess virði að sjá, þó ekki væri nema bara fyrir bardagann í sánunni, hvar Viggó berst við ljótu kallana. Alveg allsber. Reynir ekkert til að hylja á sér tillann, sem veifast framan í kameruna ótt og títt.

Hvað um það - er ég sá eini í heiminum sem finnst asnalegt að eyða hundruðum milljóna í að gera við gamla kamra á Laugaveginum meðan ekki er hægt að hækka laun kennara, sjúkraliða og lögregluþjóna? Sum gömul hús eru flott og allt það, en er þetta ekki bara rugl? Það er jú alltaf svolítið mikill munur á antík og gömlu og illa lyktandi sorpi. Mér er skapi næst að fara niðureftir í nótt og kveikja í draslinu sjálfur - er nokkur sofandi þarna inni? Áttu eld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

reyki ekki

Guðríður Pétursdóttir, 10.1.2008 kl. 22:53

2 identicon

Sammála með þessa kofa maður....

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband