Salt jarðar

Svakastuð. Búinn að liggja heima alla helgina, þvo þvottinn og elda maxímus - sem er það skemmtilegasta sem ég geri í fötunum - og rifja upp nokkrar myndir með Eldri-Svepp. Sleepy Hollow, alltaf jafnskemmtileg. Delicatessen, sama. Svo góndum við á Nico með Steven Segal, hann er ávallt í stuði.

Gaman samt að einu smáklikki í Sleepy Hollow - Johnny Depp segir að þau nálgist óðfluga nýtt "milleníum" þrátt fyrir að myndin eigi að gerast 1799. Svo tala þeir um að ný öld sé að koma, en það var fyrst um síðustu aldamót að nokkrum datt í hug að aldamótin væru ´99-00, en ekki 00-01, eins og almanakið segir að séu aldamót. Annars er hún jú alltaf ein af mínum uppáhalds. Svo langar mig allverulega að sjá sjónvarpsmyndina Legend of Sleepy Hollow með Jeff Goldblum, en það er sjónvarpsútgáfa frá 1980. Svo hefur sagan jú verið kvikmynduð milljón sinnum gegnum tíðina svo það væri full vinna að horfa á það allt saman.

Eníhjú, allir hressir og ég er farinn að sofa. En hress samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Geirsson

Ég held nú reyndar að ,millenium þýði árþúsundamót en ekki aldamót, þannig að það vantar nokkur ár upp á 

Davíð Geirsson, 27.1.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband