Föstudags

Var beðinn um að vera heima með Litla-Svepp í dag og fara ekki með hann á leikskólann sökum veðurs - þetta var nú bara kallað júní þegar ég var yngri.

Hetah Ledger dáinn og Litli-Sveppur ákaflega sorgmæddur yfir fráfalli Jókersins. Kannski maður fái sér sitt fyrsta tattú, Jóker á upphandlegginn - álit óskast. Annars hafa síðustu dagar verið góðir, Luxor hættir og Björn Ingi líka.

Allt vitlaust í Ráðhúsinu í gær. 24 stundir með flennistóra mynd á forsíðu í dag af uppþotinu. Mér sýndist reyndar að þessi börn væru líklega ekki komin með kosningarétt. Fyndnast fannst mér að meðal þeirra sem mótmæltu því að kominn væri borgarstjóri með aðeins tíu prósent bak við sig voru framsóknarmenn - ekki mótmæltu þeir þegar Halldór varð forsætisráðherra með lítið meira fylgi.

Síðasti maðurinn sem yfirgefur borgarstjórn er góðfúslega beðinn um að slökkva á eftir sér.

Svo er jú Tommy Lee kominn til landsins - minni grúppíur klakans á að hann er með lifrarbólgu c og því er skárra, til lengri tíma litið, að leggjast undir dídjei-inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Ingvar, Sirkús Reykjavík er snilld!

En vissir þú að hinn nýji og ferski borgarstjóri er hálfur höfuðstaðarnorðurlandshreppingur!?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hver er litli sveppur og hver bað þig að vera heima?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:56

3 identicon

Nanna Litli Sveppur er yngri sonur Ingvars og ætli leikskólakennararnir hafi ekki beðið hann að vera með hann heima myndi ég halda miðað við veður... En Ingvar varðandi tattoo-ið þá mæli ég eindregið með þeirri list og það er frábær tilfinning að fá eitt til 5 tattoo

Svenni (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 03:22

4 identicon

Gott þú varaðir mig við Tommy Lee ég var um það bil að fara að setjast upp í bílinn og gera mér ferð í höfuðstaðinn til að sænga hjá þessu huggulega snyrtimenni.

Ef þú færð þér þetta Joker tattoo á vinstri upphandlegginn þá bið ég þig vinsamlegast að láta tattoovera píku á þann vinstri til að þú sért jafn snyrtilegur báðum megin.

Farnist þér svo vel í höfuðborginni kæri vin þar sem bæði ríkir óveður úti og inni og passaðu sveppina þína bæði yngri og eldri og kysstu spúsu frá mér.

kv Bryn (sem líður sérstaklega vel yfir að búa ekki í sama sveitafélagi og þú)

Brynhildur (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:59

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Magnús - já, ég vissi það. Enda líst mér vel á hann.

Nanna - Litli-Sveppur er yngri sonur minn og leikskólastarfsfólkið, sem og fréttaþulurinn í útvarpinu, báðu mig um að vera heima með hann.

Svenni og Bryndrekinn -takk fyrir það.

Ingvar Valgeirsson, 26.1.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband