Dverg

Fréttir frá útlandinu segja að það færist í vöxt að dvergar fremji allhressileg rán. Þeir sumsé sendi sig, kyrfilega pakkaða ofan í ferðatösku, með rútu (nú, ellegar langferðabíl) milli staða. Á leiðinni skríða þeir upp úr töskunni og skoða innihald annarra taskna... taska... skoða hvað finna má í öðrum töskum í farangursrýminu og hirða úr það sem þeir girnast. Svo skríða þeir með fenginn ofan í síns eigins tösku til þess að láta einhvern hirða sig upp á næstu stoppustöð. Bévítans glæpahyski.

Fréttina má lesa hér.

Lausnin er hinsvegar augljós - leiða bara pústið inn í farangusrýmið. Málið... ja, dautt.

Annars fór ég í hressum félagsskap Eldri-Svepps í bíó í gær. Sáum Predator berjast við Xenomorph-skrýmsl og þar gekk mikið á. Myndin var næstum því alltílæ.

Svo sá ég í blaðinu frétt um að næsta Rambó-mynd yrði sú blóðugasta af þeim fjórum og tala særðra og fallinna myndi slá met. Í Rambo - First Blood Part 2 létust u.þ.b. 214. Þetta veit ég því við félagarnir töldum eitt sinn - í fermingarveislunni hjá honum Hansa. Það var gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll.

 Ég man þegar ég og Pylzan fórum á Commando á okkar yngri árum. Við gerðum góða tilraun að telja þar þá föllnu en gáfumst upp í lokin þegar að mig minnir að við vorum farin að telja tugi í senn. Gaman að sjá hvort Rambó nái að toppa það núna.

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hann fer líka létt með það...

Ingvar Valgeirsson, 28.1.2008 kl. 16:53

3 identicon

ertu bún'að hlusta á nýju ör-plötuna frá Dr.Gunna?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband