29.1.2008 | 18:35
Versus
Fyrst komnar eru tvær Alien versus Predator, hvernig væri að taka þetta lengra? James Bond vs. The Terminator? Nú, eða Alien vs. Predator vs. Harry Potter? Helloween: Michael Myers vs. Miss Marple? Eða bara Helloween/Austin Powers: Michael Myers vs. Mike Myers.
Svo, ef verkfall handritshöfunda dregst á langinn má alltaf kvikmynda bara bókina "Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?" eftir hann Hannes Hólmstein.
Annars á Pétur Örn besta "bíómynd sem aldrei var gerð"-brandarann. Interracial-klámmyndin "Undir blámanni"...
Stefndi að því að verða eini bloggari landsins til að tjá mig ekki um síðasta þátt Spaugstofunnar... nema hvað, ef menn þurfa, eftir einhverja fjörugustu viku íslenskra stjórnmála frá alda öðli, að endurtaka í sífellu ca. þrjá brandara gegnum allan þáttinn - er þá ekki kominn tími til að kalla þetta gott?
Athugasemdir
rop
rabbabararúna (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:24
Gott.... erh...
...já.
Mig hefur alltaf langað að sjá The Passion of the Terminator.
Future, why have you forsaken me...? I'LL BE BAAAAAACK!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.1.2008 kl. 00:11
Já, eða Gone with the Terminator
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 30.1.2008 kl. 13:05
I´ll be back!!! ....frankly my dear, I don´t give a damn!
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 30.1.2008 kl. 13:07
Ég c að Tröllabarnið er HRESSST enda alveg toppmaður, fyrir ALLLLAAANNNN peninginn.
Eysteinn Eysteinssone (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 13:14
Því að leigja myndina þegar hægt er að fá myndirnar á 1690-kall stykkið í 2001 á Hverfisgötunni? Predator 2 er líka fín, en þar er það Danny Glover (blökkumaðurinn úr Lethal Weapon) sem lendir í baráttu við geimveruna frá plánetunni Jamaica.
Gaman að segja frá því að ég á einmitt teiknimyndasögurnar "Alien vs. Predator vs. the Terminator", öll þrjú bindin. Tær viðbjóður.
Ingvar Valgeirsson, 30.1.2008 kl. 14:38
Ég myndi hinsvegar vilja sjá barnabókarithöfundinn Astrid Lindgren gera bók sem myndi fjalla um heimilisofbeldi á frumstigi. Þá gæti t.d. bókin Emil vs. Ída verið notuð sem forvarnartæki í mörgum af barnaskólum smálanda.
Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 19:02
Þessi linkur hér er svalur í versus umræðunni.... en er þá enginn kórus eða??
http://www.balur.net/2008/01/alien-vs-sexual-predator.html
Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:45
Ágætís-skrípó, Sýsli minn. Annars væri betra ef Alien vs. Sexual Predator fjallaði um slátrun Xenomorphanna á Steingrími Njálssyni. Myndi borga mig inn á það í bíó enídei.
Svo er það náttúrulega Gúllíver í Strumpalandi... nú eða Maðurinn sem minnkaði í Strumpalandi.
Ingvar Valgeirsson, 31.1.2008 kl. 10:13
Óttaleg della er þetta!
En kvinnan svenska Astrid safnaðist fyrir árum nokkrum til feðra sinna, skrifar ekki fleiri sögur að sinni!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.