Úbartið

Ég vil ekki halda því fram að útvarpsfólk sé sjálfumglatt og gott með sig, en þegar við vorum á heimleið frá Grundarfirði sl. sunnudag var þáttur á Rás 2. Hann fjallaði um Rás 2. Gamalt og nýtt útvarpsfólk var að tala hvort við annað - um hvort annað.

Ég hélt að svona gerðist bara á FM snemma á morgnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Mér finnst nú í lagi að R2 liðið spjalli annað slagið við hvert annað. 365 liðið gerir það eingöngu. Fyndið að sjá þessa sjónvarpsþætti á Stöð 2 þar sem bara (nánast) Senu tónlistarmenn skemmta. Svo er Bylgjan náttúrulega bara sorgleg, hef ekki hlustað á FM.

Lifi Rás 2! Rás allra landsmanna og allra tónlistarmanna (sú eina, hér á landi á!!!)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 8.2.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já Ingvar minn, RÚVrásirnar eru langbestar, verður bara að segjast eins og er!

En skýringin á þessu sem þú ert að blása um núna er held ég einföld og hlýtur eiginlega að hafa komið fram í þættinum, upp er runnið tímamótaár í starfseminni, aldarfjórðungur liðin frá stofnuninni!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 20:07

3 identicon

Sorgleg athugasemd þarna frá Neskaupstað...vááááááá....bitri gaurinn

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ég held að Rás 2 hafi staðið sig einna best geggnum tíðina, einmitt af því þeir hafa minnst talað um sjálfa sig - því er um að gera að hafa smá áhyggjur ef það fer að breytast og stöðin fer að líkjast hinum, ekki satt?

Þó svo stöðin eigi afmæli í ár, eins og á hverju ári, fannst mér skrýtið að heil þáttaröð væri sett í gang um stöðina og fólkið bak við hana. Annars er þetta ekki stórmál fyrir mér, fannst bara furðulegt hvað hún varð allt í einu alveg eins og hinar rásirnar. Hélt ró minni og setti bara Iron Maiden í tækið.

Ingvar Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 11:04

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Kæri Einar Ágúst (Sýslumaður) Sannleikanum verður hver sárreiðastur!

Þú veist að ég er ekki bitur. Hef enga ástæðu til enda brosir lífið við mér.

Ég þoli hins vegar ekki klíkuna hjá 365 þar sem flest íslensk tónlist er þeim ekki þóknanleg. Bylgjan spilar aðallega sitt og það sem er farið að slá verulega í. Þú ert þeim þóknanlegur, enda fyrrverandi samstarfsmaður þeirra. Þín tónlist á skilið að heyrast alls staðar, líka á Rás 2. Þeir hins vegar spila þig ekki, held ég, þannig að þetta eru tvær fylkingar sem er fáránlegt. Þetta skiptir ekki máli fyrir mig, enda er ég ekki atvinnutónlistarmaður. Mér finnst þetta hins vegar grátlegt fyrir þá sem eru að reyna að draga fram lífið í þessum úldna bransa.

Annars er ég bara góður og vona að þér gangi vel Einar minn. Ég hef alltaf stutt þig með ráð og dáð eins og ég held að þú hafir stutt mig... líka þegar þú varst í tónlistarráði og réðst því hvað var spilað þarna. Þá fékk Súellen ekki spilun og hefur aldrei fengið.

Gakktu á Guðs vegum og finndu frið!

Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 9.2.2008 kl. 15:16

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svo hefur líka dæmið snúið öðruvísi - til dæmis hefur Buff aldrei fengið neina spilun að ráði á Rás 2 þótt sum lögin hafi verið spiluð í klessu á Bylgjunni.

Ingvar Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, þetta eru eins og tvær klíkur. Buff var spilað í ræmur á Rás 2 í sumar. Enda flott lag.

Flott lög eiga að heyrast alls staðar. Það á ekki að þurfa að sleikja rassinn á einhverjum "tónlistarstjórum". Rás 2 spilar óskalög. Bylgjan bara ef þau eru þeim þóknanleg. Gamanassu?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 9.2.2008 kl. 15:50

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég heyrði Buff aldrei fyrr en í sumar á Rás 2 - þrátt fyrir að þeir hefðu þá gefið út tvær breiðskífur. Mér finnst reyndar skrýtið að sum tónlist verði útundan á sumum stöðvum, þar sem það getur ekki verið stöðvunum í hag að spila ekki tónlist sem hlustendur hafa gaman af. Samt virðist það nú vera svoleiðis.

Hinsvegar ítreka ég að Rás 2 er langskást að mínu mati - þrátt fyrir að vera óttalega skitsó á stundum. Celine Dion, svo Iron Maiden, svo Duran Duran, svo Halli Reynis, svo Hölt hóra - það fylgir jú því að vera ríkisútvarp allra landsmanna. Ég sakna samt voðalega Skonrokks og Radíó Reykjavíkur. Gerðu að vísu akkúrat ekkert fyrir ný íslensk bönd, enda spiluðu stöðvarnar bara eldgamalt efni.

Ingvar Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 16:28

9 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Tja, ég man eftir "Gler í vaselínið" laginu með Buff á Rás 2. Kom það ekki út í fyrra eða hitteðfyrra?

Rás 2 spilar næstum allt, punktur. Þar fær allt séns, svo ef hlustendur kveikja þá er efnið spilað. Svolítið heilbrigt finnst mér.

"Greyið, látið þið svo ekki allt þorpið hringa eins og í fyrra þó við tökum ekki lögin ykkar í spilun" sagði einn stjórinn við okkur. Þá hafði greinilega verið mikið hringt árið áður og beðið um "Svart silki". Kannski eru þorparar ekki hlustendur í augum Bylgjumanna. Sorglegt!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 9.2.2008 kl. 17:17

10 identicon

whaevva segi ég nú bara... en því miður þá er þetta bara ekki rétt hjá þér sveitungi.  Ég þekki þennan bransa út og inn... hef starfað öllum megin borðsins.  Það er munur að VITA og HALDA...  sérstaklega ef maður tekur ákvarðanir út frá sjálfum sér einvörðungu.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 17:00

11 identicon

...eða nei nei...ég ætla bara að skipta um skoðun og segja já já eða eitthvað.  Maður verður að skilja FORMAT stöðva ætli maður að hafa skoðun á þessu.  Rás 2 hefur ekkert FORMAT... Bylgjan er TOP 40 FORMAT... Stofnuð og rekin eftir ákveðinni formúlu og því miður þá t.d. var þetta Sú Ellen stöff bara langt frá því að vera boðlegt eða nógu gott fyrir TOP 40 FORMAT stöð.  Bara engan veginn.  Það er bara sannleikurinn.  Ákveðinn fjöldi laga kemst að og það er skrambanum erfitt að velja úr oft.  Það veit ég að það þótti nú engum sérstaklega erfitt að "skippa" gömlu poppstjörnunum frá Nesk... there I said it...það er bara sannleikurinn. 

Ástæðan fyrir mínum persónulegu erfiðleikum á Rás 2, ef þeir eru einhverjir(!?!?!)... er að Óli Palli er einfaldlega bara vitleysingur og dónalegur besservisser.  Enda hef ég bara engan áhuga á því að vera spilaður þar ef persónulegur óþroski hans er að koma í veg fyrir að mín lög heyrist þar.  Það hefur einfaldlega ekkert með mig og mína músík að gera.  Það segir hins vegar allt um hæfni tónlistarstjórans þar og hann dæmir sig sjálfur.  Ég verð hér löngu eftir að Óli Palli er kominn aftur uppá Akranes að moka skurði.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 17:12

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ Ingvar!

Nú gerist það sem ég held að ég megi segja að þtt blogg hafi að 99% leiti verið laust við, úr óbeinni átt gerist það að einn aðili byrjar (svo ég kveði nú ekki fastar að orði) að tala ílla um einhvern sem kemur óbeint við sögu umræðunnar, en tekur ekki þa´tt í henni og getur ekki að líkindum borið hönd fyrir höfuð sér! Nú getur vel verið að hann hafi rétt fyrir sér að einhverju marki u´m viðkomandi, en ég veit ekki alveg hvort þessar miður góðu skoðanir eða það álit sem hann lætur í ljósi um persónuna, koma mér, þér eða Guðmundi neitt við!? En svona órökstutt sem "sýslumaður" setur fram sinn "dóm" eru þetta bara tómar dylgjur!

Svo man ég ekki betur en fyrir ekki svo löngu hafi þessi ágæti sami "Sýslumaður" verið í viðtali á þessari Rás, í Helgarútgáfunni á laugardagsmorgni hjá stúlku sem heitir Erla held ég!?

EF mig misminnir þetta biðst ég forláts!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2008 kl. 19:49

13 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Úbbs, læt þessari umræðu lokið.

Bíddu, hver var að tala um biturð? Sorglegt!

kv. Gummi-Rásar 2 aðdáandi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 11.2.2008 kl. 08:24

14 identicon

Sælir Einar og Gummi. Ég hef nú verið aðdáandi þinn Einar síðan ég veit ekki hvenær og hefur SúEllen líka sinn sess í mínu tónlistarlífi.

 Mig langaði bara að segja ykkur að meðan ég var að lesa þetta og hugleiða að þá voru bæði BUFF og þú Einar spilaðir á Rás2.

 Til lukku með það :)

Ps. Neistaflugslagið mitt var spilað á FM og Rás2

Daníel Geir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:30

15 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Nákvæmlega Daníel, það fá allir séns á Rás 2. Gaman að heyra.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 11.2.2008 kl. 11:36

16 identicon

Skoðanir mínar af ónefndum starfsmanni Rásar 2 endurspegla bara "reynslu" mína af honum, persónulega.  Og jú ég var nú í viðtali þarna um daginn og á marga góða vini sem starfa þarna, mjög góða vini.  Þegar ég var að hefja mín spor í bransanum ólst maður upp við að hetjur manns voru strákar í Nesk sem voru alltaf síbitrir út í allt og alla og allir á móti þeim og sífellt samsæri.  Það tók mig mörg ár að átta mig á því að þeir sem lifa af í þessum bransa eru þeir sem eru aðeins duglegri en næsti maður og síst þeir sem ná áfram sem sífellt kenna öðrum um ófarir sínar en það hefur alltaf verið háttur ákveðins hóps tónlistarmanna sem eru einfaldlega ekki tilbúnir að leggja aðeins meira á sig en til þarf.  Þar fara m.a. áður ónefndir músíkantar frá Nesk.  Það er sífellt samsæri gegn þeim og þeir eru haldnir þeirri barnalegu fyrru að mat á tónlist þeirra hafi eitthvað að gera um það að menn séu á móti þeim persónulega.  Guðmundur hefur alltaf verið maður sem ég hef litið upp til og verið mér góð fyrirmynd og skoðun mín á tónlist hans hefur ekkert með það að gera hvað mér finnst um hann sem manneskju.  Það sama á við um skoðanir 365 manna á tónlist hans.  Þetta hefur ekkert með skoðanir á persónu manna, NEMA ÞEGAR ÞEIR SJÁLFIR LÁTA ÞANNIG.  Ég á enga greiða inni hjá 365, ENGA.  Persónulega er ég mesta fífl sem ég hef sjálfur kynnst og kom mjög illa fram við yfirmenn 365 þrátt fyrir allmarga sénsa sem ég fékk þar sem STARFSMAÐUR.  Ég var svo veikur í skallanum að ég fór af stað í persónulegt stríð gegn sumum þeirra.  Samt sem áður hafa þessir sömu menn, ekki gert þetta vesen mitt sem starfsmanns þarna á sínum tíma (sem nú er búið að leysa nota bene) að deiluefni gegn tónlist minni og ber að taka ofan fyrir þessum mönnum vegna þess.   

Sjálfsagt er í öllum bransa að einhverjir eru hliðhollari hinum frekar en þessum en að það sé til einhver 365 klíka er fásinna.  Sena, Skífan og 365 eru fyrirtæki sem eiga meira í samskiptaörðugleikum sín á milli en hitt.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:27

17 identicon

Einar minn! "Ónefndum starfsmanni Rásar 2!!!!" þú nefndir hann Óla Palla. Ósmekklegt hjá þér.

Miðað við efnið á þinni nýju plötu áttu langt í land að gera tónlist sem eldist jafn vel og Sú-Ellen stöffið. Má ég nefna, Elísu, Konu og Ferð án enda. Þetta voru feykivinsæl lög, ég held meira að segja að þú munir það.......... ef þú reynir

bylgjan glymur yfirleitt þar sem ég vinn og slagorð þeirra er eitthvað á þessa leið, það besta frá 70, 80 og 90. Eitthvað virðast þeir illa muna hvað var vinælt á íslandi meðan Sú-Ellen var og hét. Ef Bylgjan er top 40 eitthvað þá ætti nú Sú-Ellen að hljóma þar sem eitt það besta frá 90 og eitthvað. þeir eru kannski bara ekki eins duglegir og þú.

Spurningin er duglegir við hvað.... eru þeir ekki hættir. Það er nú auðvelt að vera duglegri en dáinn.

'ut á hvað gengur annars þessi umræða? Má fólki ekki finnast önnur útvarpsstöðin betri en hin án þess að fyrrverandi starfsmaður fari í bullandi vörn?

Þorsteinn G (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 14:51

18 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég segi nú bara vááá..........en ég er til helmings sammála nafna mínum og sama á við Gumma..........Bylgjan hefur oft verið of mikið til hægri og Rás tvö of mikið til vinstri.

En mér finnst nú Stelpurnar á Rás 2 snillingar.......

Einar Bragi Bragason., 11.2.2008 kl. 18:49

19 identicon

Einar ertu að segja að þú sért hægri maður?  Ég vissi það alltaf!

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:12

20 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég vona að hann sé hægrimaður - finnast þeir fyrir austan?

Ingvar Valgeirsson, 11.2.2008 kl. 20:31

21 identicon

Blessaður Ingvar V. Þorsteinn G. Hvern getur þú Dæmt hefur þú eitthver leyfi til að dæma aðra er akki anar maður sem að sér um það. Mér finst það alls ekki ósmeklegt að nefna naf Óla palla á nafn þar sem hann er eigin hagsmunakal. Það ber alla vega ekki á Öðru. Mér finstast þættirnir hans bera þess merki og þessar best of plötur sem hann er að gefa út í nafni rásar 2. Og svo er það mín persónulega skoðun að það sé verið að henda peningum skattborgar í eitthvað kjaftæði sem honum langar því hann er einhvers stjóri á útvarpstöð allra landsmana. 

Súellen löginn voru ágætt og er enn finst mér Maður kemst í gott stuð af því að hlusta á þau flest og líka svona nostalgíu fíling. En að þú getir eitthvað erið að segja plata bróður míns eigi langt í land með að endast eins og súellen efnið, Plata bróður míns er mjög heilsteyft og er ég frekar stoltur að honum og þessari plötu. Ekki minnir mig að platan hjá Halla frænda og Gumma og félögum hafi verið svona heilsteypt, Kanski stagaði Best of platan í það. En ég vill vitna í ákveðinn mann áður en ég kveð: Ég held að þú ættir að taka hausinn á þér útúr rassgatinu á þér áður en þú skirfar meira svona stöff.

Kveðja úr moskvuni.

Hetjan.

Valdi Bróðir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:32

22 identicon

Hef oft verið að furða mig á því í gegnum árin af hverju Suellen hefur ekki verið meira spiluð á Bylgjunni.

Þegar ég fæ mér bíltúr þá set ég oftast diskinn minn með þessari frábæru hljómsveit í spilarann.

Sorglegt ef  Einar Ágúst hefur séð til þess að landinn hefur ekki fengið að hlusta á Sú-Ellen á Bylgjunni enda besta hljómsveit sem uppi hefur verið á Íslandi, og já hann Einar er greinilega bitur enda lífið hefur oft leikið hann grátt , en varla Sú-Ellenmönnum að kenna!!!!

Rósa (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:14

23 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Varla ætlið þið fólk að fara rífast um þessar plötur hér....umræðan var um útvarp......Mér finnst að báðar þessar plötur eigi það skilið að fá að heyrast enda báðir tveir úrvalsmenn.......en ítreka það ......það má vel fara taka til á báðum útvarpsstöðum..............Gott dæmi um band sem hefur ekki átt upp á pallborðið hjá útvarpsstöðvunum er Bermuda.......en eftir að einhver ríkur maður ákvað að splæsa auglýsingu í sjálfu áramótaskaupinu ......þá var allt í einu ok að spila lögin þeirra........

Einar Bragi Bragason., 11.2.2008 kl. 22:44

24 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Flott lög eiga að heyrast alls staðar. Það á ekki að þurfa að sleikja rassinn á einhverjum "tónlistarstjórum". Rás 2 spilar óskalög. Bylgjan bara ef þau eru þeim þóknanleg. Gamanassu?

Gummi það er enginn munur á rössunum á Bylgjunni og Rás 2 ..ef að eitthvað er þá þurfa menn ekkert síður að sleikja rassinn extra vel á Rás 2.

Einar Bragi Bragason., 11.2.2008 kl. 22:48

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég verð að taka undir með Einari Ágúst, Óli Palli er leiðinlegur besservisser. Óþolandi útvarpsmaður. Er hann tvíburabróðir Snorra Sturlusonar? Eins og snýttir úr sömu nös!

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2008 kl. 22:59

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einar Ágúst Víðisson!

Þetta er nú flest gott og blessað hjá þér, en upp úr stendur sem áður, hvað kemur öðrum en þér sjálfum við hvaða álit á Ólafi Páli Gunnarssyni þú hefur eða hvaða miður góðu reynslu þú hefur af samskiptum við hann!?

ég hef ekki skilið Ingvar öðruvísi á skrifum hans um þig, að ykkur sé sæmilega til vina, séuð allavega góðkunningjar. Það er því ekki mjög mikil háttvísi eða kurteisi held ég, að nota síðuna hans hérna í samtölum við aðra, að koma með miður fallegar lýsingar á persónum annara, þó þeir komi vissulega umræðunni beint eða óbeint við! Ingvar verður reyndar ekki fyrir svo miklum skaða eða missir mikin svefn út af þessu, enda bráðhress bolti daginn út og inn, en síðan hans á að vera laus við svona leiðindi. (svona nokkuð reyndar eitt það neikvæðasta yfir höfuð við bloggið, allt of margir geta ekki tekið þátt í skoðanaskiptum án þess að nota dylgjur og gíguryrði)

En við vin minn Saxa verð ég að segja, að ef hann er nógu hægrisinnaður, þá getur hann nú ekki gagnrýnt svo mjög að einvher ríkur kasti nokkrum krónum svo Bermuda komist á kortið! Músíkbransinn á íslandi er náttúrulega öðrum þræði "hreinasta bull" svo margir gefa út að það er einfaldlega óhjákvæmilegt að einvherjir verði undir! þannig var það nú þegar orði áður en ég hætti í skriffinnskubransanum fyrir tæpum tíu árum.

Þú varst bara með þeim heppnari Einar Bragi, þín skífa gekk vel þar sem ýmsir þættir spiluðu vel saman.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.2.2008 kl. 23:19

27 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Magnús það sem ég var að meina að athyglin þurfti að koma úr annari átt til að útvarpsmenn uppgötvuðu þá hljómsveit.

Vinir mínir í Hljómsveitini Von eru líka í þeim hópi að fá lítið inni hjá útvarpsstöðum landsins og er þá sama hvprt að það sé Bylgjan eða Rás 2......Það er bara ein sveitaballahljómsveit sem fær spilun og það er Sprengjuhöllin.Annars er best að vera stilltur hérna...maður má ekki styggja útvarpsmennina he he

Einar Bragi Bragason., 12.2.2008 kl. 00:56

28 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þar sem ég á enn eftir - ef framkvæmdagleðin lætur einhverntíma sjá sig - að gefa út eigið efni segi ég bara að allir íslenskir útvarpsmenn eru eflaust eðalmenni í alla staði.

Góðfúslega sláist þið svo úti.

Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 11:43

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe Ingvar, ég kem nú hingað inn oftast og nær eingöngu til að sleikja þig!

Það er annars góð spurning já hví í ósköpunum þú og fleiri vinir þínir í deild Snilli, hafið ekki drifið í útgáfu!? Verður nú að drífa í þessu áður en Sveppirnir þínir fara að framleiða sína Sveppi!

En við Saxa verð ég nú að segja, að það geta bara ekki allir komist að og það veit hann. Kom svo þessi Bermudaplata ekki út örstuttu fyrir jólin? VArt við því að búast í algleymi dansins tryllta kringum gullkálfinn, er hann er við það að ná hámarki, að byrja þá fyrst "að taka sporið"!?

Þú sjálfur með þína útgáfu hefur nú ekki þurft að hafa áhyggjur, ekki niðursoðin dansiballabuff þar á ferð, auk þess sem þú ert svo "hógvær og orðvar" að engum dytti í hug að láta sér líka ílla við þig haha!

En hvað segir þú Ingvar, áttu ekki fullt af efni á svosem eina kringlu?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 13:27

30 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hausinn á mér er fullur af lögum, örugglega nóg á tvöfalda vínylplötu. Spurning hvort maður man þetta allt.

Ananrs kom Bermúdaplatan út á nýársdag, svona formlega. Veit ekki með útvarpsspilun, en hvað ég hef heyrt er ágætt, enda ekki við öðru að búast af þessum mannskap. Sérstaklega er söngkonan jú rétt rúmlega frábær.

Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 14:30

31 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, alveg sammála því, stelpan vakti líka mikla athygli með söng sínum í tveimur lögum á plötunni hans Xaxa!Erna Hrönn heitir hún já! Og er ekki einn aðalgaurinn í vinnu hjá RÚV, ég held það, tæknimaður undir verndarvæng eðaldrengsins hans Bjögga Kolbeins!

Lét skyggnast eftir þessari plötu tvivegis í Hagkaupum, en þar fannst hún hins vegar ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 23:36

32 identicon

Eru örugglega ekki allir að hafa gaman að þessu eða? Þessi umræða hefur allavegana vakið athygli og það er skemmtilegast. Einnig er Ingvar skemmtilegur ef ekki skemmtilegastur. Biturð er mér langt svo fjarri og lífið hefur alls ekki leikið mig grátt, hitt þó heldur. Hinsvegar sýnist mér Rósa eiga að skrifa bara á barnalandi. Skrif hennar álíka jafn gáfuleg og umræðurnar þar.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:24

33 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Ég er greinilega of ungur til að vita hvaða hljómsveit Sú-ellen er/var þarf greinilega að fara að flétta því upp en það sem að Sýslumaðurinn sagði þarna ofar að Bylgjan sé svona Format stöð er barasta alveg satt og það eru þessi topp 40 lög sem að fá að hljóma hvað einna mest en einnig eru það gamlir og góðir smellir sem að detta þar inn á playlistann sem að alltaf er gaman að hlusta á.. Hvað Rás 2 varðar þá er ég líklega aftur of ungur til að kunna að meta þá stöð nema þegar verið er að lýsa íþróttaleikjum sem að ég kemt ekki á... en skemmtileg og málefnaleg umræða hér í gangi og held ég að Ingvar kunni vel að meta það.. Ég kann allavega að meta það

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 19:34

34 identicon

Ég man að ég var í pönkhljómsveit sem spilaði hræðilega tónlist, með dónalegum textum, sem tekin var upp í enn lélegra stúdíói í NESK. Meira að segja lög af þeirri plötu voru spiluð á Rás 2.

Síðan þá hef ég staðið í þeirri trú að Rás 2 spili almennt hvað sem er, og aðeins meira af því sem verður vinsælt.

Hvað sem því líður - þá er mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvað þið eruð að skrifa hér. Ég get þó bent nafna mínum á það að talsvert lítill andlegur friður fæst út úr því að rakka persónur niður undir nafni.

Einsi Ben (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 02:32

35 Smámynd: Matti sax

Jæja þið eruð svona hressir . Gaman af því. Rás 2 spilar ekki allt. Ef maður þekkir ekki einhvern þar þá er maður ekki inn og þá gengur erfiðlega að fá spilun. Það er bara svoleiðis. Samt er tónlistin hjá þeim mjög fjölbreytt, sem er gott og því hlusta ég mest á þá stöð. Ég held það sé alveg sama hvaða útvarpsstöð það er, tónlistarmenn þurfa alltaf að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri og fá spilun. Sérstaklega þeir minna þekktu. Annars er ég bara hress. Einar minn Ágúst, þú ert flottur.

Matti sax, 14.2.2008 kl. 23:52

36 identicon

Ég vil að það komi hér framm að það er til fólk sem þekkir Óla Palla bara af góðu þar á meðal ég og...

-Það getur enginn verið elskaður af öllum líkt og enginn getur verið hataður af öllum.

-Það er ekki gott að eyða allri orku sinni í að hata þegar hún getur nýst til góðs.

-Ég bý yfir þeirri blessun að geta skift um stöð á öllum mínum útvarpstækjum eins og mig listir og er sjálfráð þegar kemur að því að kaupa tónlist.

-síðast en ekki síst lifið heil og brosið :o)

Brynhildur (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:25

37 identicon

Verð nú bara svona að koma einu á frammfæri á þessari skemmtilegu síðu.
Ég hlusta nú ekki mikið á rás 2 en ég verð samt að segja að sú stöð er sú eina sem að gefur ungum  tónlistamönnum sem ekki eru komnir langt í bransanum tækifæri á að vera spilaðir í útvarpi.Hvort sem að það er þungarokk, nútíma pönk eða bara eitthvað píkupopp.  Sem er bara frábært! 
En hvað veit ég. Ég er kannski bara ein af þessu bitru mömmum sem á ekkert að vera commenta hér og heldur skrifa bara á barnalandi

Þóra Elísabet (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:18

38 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tek fram, svona til að það sé á hreinu, að reynsla mín af Rás 2 er ekkert nema góð. Fyrir nokkrum árum var ég í hljómsveit sem gaf út disk og við dreifðum honum á útvarpsstöðvarnar í veikri von um að hann væri spilaður. Það var gert mest á tveimur stöðvum - hjá Einari Ágústi á FM og Óla Palla á Rás 2.

Ingvar Valgeirsson, 17.2.2008 kl. 13:13

39 identicon

Þabarasonna.Þetta eru nú orðnar hálfhallærislegar umræður finnst mér.Er allveg sammála honum Mgnúsi Geir um að það er ekki mikil kurteisi og háttvísi að vera að nota síðuna hans Ingvars undir svona bull sem kemur upp úr sumum.En öll tónlist á rétt á sér,hvernig sem hún er nú spiluð og samin.Mér fannst nú Amon Ra langflottstir hér í dentid,þar var sko skemmilegt band á ferðinni ogh hana nú.

Ingvar,þú þyrftir að nálgast lagið ''Dansaðu fíflið þitt,dansaðu'' sem var nú reyndar gefið út undir öðru nafni en Amon Ra,þá breyttu þeir nafninu á Án orma og gáfu út tveggjalaga 45 snúninga plötu.Stórskemmtilegt lag sem þú ættir að taka þegar þú ert að spileríast á öldurhúsunum.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:16

40 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hef heyrt lagið - það er tær unaður. Guðjón á eintak af plötunni, enda var hann jú í bandinu. Þetta hefur ratað á fóninn hjá honum nokkrum sinnum við allverulegan fögnuð.

Ingvar Valgeirsson, 18.2.2008 kl. 13:11

41 identicon

Súellen???? what, who....

Jón (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband