12.2.2008 | 11:40
Kover
Útvarpsmaðurinn, Kiss-dýrkandinn, íþróttafréttamaðurinn og gítareigandinn geðþekki, Snorri Sturluson, fjallar í nýjustu netfæslu sinni um kover-útgáfur, þ.e. þegar listamaður tekur upp á arma sína áður útgefið lag og gefur út. Gaman að því eins og yfirleitt þegar maðurinn tjáir sig.
Því langar mig að henda inn fáeinum koverum.
Summertime Blues með Blue Cheer. Svolítið öðruvísi útgáfa af lagi Eddie Cochran, sem The Who gáfu einnig út og gerðu að sínu. Þessi útgáfa er ívið hrárri.
I Feel Love með Blue Man Group og Venus Hum. Hér grípa þeir söngkonu upphitunarbandsins og láta hana tjá sig í gömlum diskósmelli. Einhversstaðar í nágrenni við að vera ógeðslega flott.
Superstition með Stevie Ray Vaughan. Frábær versjón.
Ananrs er ég hress. Enn að hlæja að vælinu í grey fréttamönnunum sem var sýnd sú fáheyrða ósvífni að þeir voru látnir bíða. Bévítans kellingar. Vælið í þeim er jafnvel fyndnara en forsíða 24 stunda í dag, hvar gamli góði Villi segir - þó ekki orðrétt - að hann hafi gert tæknileg mistök.
Athugasemdir
Jamm Ingvar minn, þetta er nú alveg Þrælsúrsuð Þorrahamingja hjá þér, segi nú ekki annað, þó ég geti nú ekki tekið undir það með Snorra að hann sé yndislegur íþróttafréttamaður, (eins og þú lýsir honum þó kannski ekki alveg orðrétt!) en hvað um það!
Stevie Ray lifir!
(en þetta með Villa Vill, ertu að meina að hann sé komin í flokk með Árna?)
Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 12:46
Framan á 24 stundum er flennistór mynd af Villa með fyrirsögninni "Þetta var klaufalegt af minni hálfu". Annars ættiru að vita að hann er í sama flokki og Árni.
Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 13:18
Þetta er líka ágætisversjón af því schnilldarlagi. Gersovel.
Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 17:08
ég er þeirrar skoðunar að coverlög séu annað hvort ofsalega vel heppnuð eða gjörsamlega vonlaus. ekkert þar á milli. svona svipað og með live plötur, þær eru annað hvort einstaklega vondar eða tær snilld. Kiss alive I er t.d alveg jafn góð og Kiss alive III er vond
Grumpa, 12.2.2008 kl. 20:20
Uppáhalds-Kiss-lagið mitt er einmitt 2,000 Man. Það er gamalt Stones-lag. Svo gerði Lenny Kravitz kover af Deuce. Það var flott líka.
Útgáfa All Saints af Under The Bridge er hinsvegar álíka skemmtileg og klofinn hryggur.
Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 22:03
Ahhh Ingvar, alltaf jafn sniðugur að finna snöggu blettina á bloggvinunum haha!
En átti kannski við um annan og enn "vafasamari" flokk!
Brian Setzer gerði einu sinni ágæta útgáfu af Summertime Blues, enda Cochrane mikil hetja hans. Nú er einmitt ein mín nýjasta plata túlkunarkringlan hans Brians með mörgum af helstu tónverkum klassisku tónbókmenntanna!Gerir hann það á köflum bráðskemmtilega með og án stórsveitarinnar sinnar.
Eða svo ég vitni í einn merkan mann, "GAman af því"!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 23:28
Ég varð mjög hrifin af þessu cover, Sem ég átti ekki von á þegar ég fékk fréttir af þessu fyrst!! enn það kenndi mér að dæma aldrei áður enn maður heyrir
http://www.youtube.com/watch?v=-3Ki2DJfhns&feature=related
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:32
Jú, hann bæði lék og söng þar vel. "The man´s got taste", svo maður vitni í hann í myndinni. Myndin, sem og frammistaða Setzer í henni, varð til þess að ég fór að kynna mér Cochran, bæði sögu hans og tónlist. Tónlistin góð, sagan hinsvegar frekar sorgleg í endann.
Ingvar Valgeirsson, 13.2.2008 kl. 14:53
Enda veitir ekki af að sópa - flasa út um öll gólf!
Ingvar Valgeirsson, 14.2.2008 kl. 10:49
Jú - ekki ferðu að láta sjá þig með svona ódýrt hljóðfæri. Það yrði allsstaðar hlegið að þér!
Ingvar Valgeirsson, 14.2.2008 kl. 16:05
Maður verslar EKKI hljóðfæri í gagnum netið!!maður þarf að prófa,,,,,,, oft,,,,,og svo einusinni enn, og svo semur maður við Ingvar hvernig skal borga!!
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.