Stöð

Tær dásemd. Var að spila á Dubliner á laugardagskvöldið, neðri hæð með kassagítarinn. Var heldur framlágur, hálfónýtur eftir að hafa haldið út eitt þorrablót og heillanga spilamennsku kvöldið áður... eða sama morgun eiginlega. Þá kom sem kallaður Tryggvi litli trúbador, vopnaður Ovationinum sínum og var memm. Það sirkabát bjargaði kvöldinu. Við vorum býsna skemmtilegir að því mér sjálfum fannst. Eyddi svo restinni af nóttinni á spjalli við góða félaga og vini og eilítið öl meððí. Gaman að því.

Nú, fékk lánaðan mynddisk hjá Óskari litla í gær. Óskar litli er einmitt kallaður Óskar litli á mínu heimili því hann er eitthvað á þriðja metra á hæð. Hann lánaði mér ljómandi fínan disk með Jeff Dunham, sem er upp á síðkastið best þekktur sem maðurinn með Ahmed the dead terrorist á hendinni. Það er minnst fyndna atriðið á disknum þótt það sé einhversstaðar í nágrenni við ógeðslega fyndið. Bendi á að það er sirka sjö sinnum fyndnara að sjá þetta í heild en að sjá þetta í misgóðum pörtum á jútjúb. Kaupið bara diskinn - allavega ætla ég að gera það.

Lifið hálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hvorn diskinn ertu að meina.. Spark of insanity eða Arguing with myself?

eru kannski fleiri diskar en þetta?

Guðríður Pétursdóttir, 19.2.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sá sem ég sá var Spark of Insanity - hann er sko með Ahmed the dead terrorist. Var svo einmitt að panta Arguing with myself í gær (hjá Sigga í 2001 við Hverfisgötu). Hlakka mikið til að sjá hann.

Held að þeir séu bara tveir, auk einhvers sem hefur komið út á vegum Comedy Central.

Ingvar Valgeirsson, 20.2.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég á báða diskana, en hef ekki ennþá horft á Arguing with myself...

Ég er samt meiri aðdáandi Stephen Lynch..

Þetta er í uppáhaldi eins þetta og þetta.....expressions 125

Guðríður Pétursdóttir, 20.2.2008 kl. 19:34

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Lynch er fyndinn - Dunham er bara svo ógeðslega fyndinn - og viðurstyggilega góður búktalari líka.

Ingvar Valgeirsson, 21.2.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband