Vaxtaverkir og stimpildruslur

Stimpilgjöld afnumin í skrefum. Fyrsta skrefið stigið núna, afnám stimpilgjalda fyrir 35 ára og yngri, sem eru að kaupa sér sína fyrstu íbúð.

Ekki það að ég sé neitt svekktur, en ef þetta hefði gerst í byrjun síðasta kjörtímabils hefðum við hjónin sparað okkur assgoddi marga hundraðþúsundkalla...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Nú spyr fáráðurinn........hvað eru stimpilgjöld?

Haukur Viðar, 20.2.2008 kl. 12:28

2 identicon

Sammála, þetta er frekar fúlt skref fyrir okkur sem erum orðin 36.

Olga Björt (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Stimpilgjöld eru gjöld sem ríkið fær við undirritun kaupsamnings þegar menn kaupa sér húsnæði. Til að bæta gráu ofan á svart er þetta ekki lánshæft - held að ég hafi borgað eitthvað rétt um hálfa millu þegar ég keypti íbúðina mína. Leið eins og ég hefði verið tekinn smjörlíkislaust í anusinn.

Jú, Orgel - það sem er enn bjánalegra er að ef 36 ára hjón kaupa íbúð þurfa þau að borga stimpilgjöld. Ef 34 ára kona, sem aldrei hefur átt íbúð, giftist 98 ára karli, sem hefur átt hálft Arnarnesið, sleppa þau við stimpilgjöld af húsnæði sínu.

En þó svo skrefið sé lítið og hefði mátt stíga það fyrr, þá er það allavega í rétta átt. Það var jú líka búið að afnema erfðaskattinn að mestu, sem var jafnvel enn óréttlátari.

Ég er bjartsýnn og segi bara að það sé allt að gerast - hægt, en það gerist.

Ingvar Valgeirsson, 20.2.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Haukur Viðar

Takk fyrir útskýringuna.

Ég er farinn að hallast meir og meir að því að húsbíll sé eina vitið

Haukur Viðar, 20.2.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Ingvar minn!

Ertu ekki aðeins að misskilja þetta Ingvar, skildi þetta nú þannig að bæði þyrftu að uppfylla skilyrðin ef um par væri að ræða! Trúi því nú varla að lög og reglugerðir sem reyndar hafa ekki enn tekið gildi, séu strax svona léttvæg fundin sem götóttur svisneskur ostur væru!?

En reyndar, annað eins hefur nú gerst!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 19:16

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Furðulegur andskoti, það átti ekki að standa Ingvar tvisvar þarna!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 19:18

7 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

já eða starta hjólhýsahverfi einhvers staðar í borginni. Spurning með Vatnsmýrina?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 22:16

8 identicon

bíddu Olga þú ert ekkert orðin dörtí six????

hvar ætlar ríkið að hala inn péninga þegar enginn eru stimpilgjöldin?

Ekki það að ég sé mótfallin niðurfellingu en þau voru/eru bara svo askoti há að einhverju hlítur að muna........nei ég segi svona.

kanski kemur eitthvað fáránlegt gjald í staðinn????

Brynhildur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:50

9 identicon

Ha ha ha....Bryndúlla......reyndar eru um 5 mánuðir í dörtísix....en það er á árinu, jú.

Olga Björt (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:21

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það var ýmsu lofað og það víða. En eins og ég segi, þetta er ágætis byrjun.

Brynhildur, ekki hafa áhyggjur af því að Ríkið fari á hausinn - meðan þeir hirða nógu mikið af okkur í skattborgurunum til að eyða hálfri annari milljón í "Ár kartöflunnar 2008". Reyndar vantar eitthvað í löggæslu, heilsugæslu og menntakerfið, en það hlýtur að vera á leið með að lagast, vegna þess að Ríkið styrkir svo mikið af menningu og listum - t.d. Sjóræningjasafnið á Patró fær 5 millur á árinu - reyndar á það við um helling af söfnum, meira að segja Safnasafnið fær 8 millur, svo það virðist nóg í sjóðnum!

Hjólhýsahverfi er eflaust fínt... í júlí.

Ingvar Valgeirsson, 20.2.2008 kl. 23:29

11 identicon

vá hvað þú ert gamall

rabbabararúna (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 02:15

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er eiginlega ótrúlegt hvernig ríkið plástrar sífellt á tímaskekkjurnar í samfélaginu.

Stimpilgjöld eiga að hverfa... líka tollar, vörugjöld, landbúnaðarstyrkir, útgjöld til lista-, menningar-, utanríkis-, og varnarmála, íþróttastyrkir, kirkjuuppihald, ríkisútvarp og fleira sem hlýtur að teljast bara nútíma vitleysisgangur. 

þegar þessi útgjöld eru horfin er kannski hægt að lækka skatta fólks þannig að það hafi meira sjálfsaflafé til að mynda frjáls samtök um áhugamálin og borga þau bara sjálft. Hvernig dettur fólki í hug að það sé eðlilegt að ríkið sjái um og hafi afskipti af alls kyns leikaraskap hjá fólki?

Einnig væri þá hægt að bæta heislugæslu, menntun og hag öryrkja og aldraðra.

Ég verð sífellt sannfærðari um það að ríkinu ætti að duga tíund (10%) í skatt til að sjá um nauðsynlega þjónustu og þá á ég við nauðsynlega.

Haukur Nikulásson, 21.2.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband