Serbía

Meðlimir Dr. Spock eru hressir. Gott band með gott lag í Júróforkeppninni. Þeir segjast hafa snúið texta lagsins yfir á serbnesku - lagið fjalli nú um raunir serbneskra sjómanna í stað þeirra íslensku.

Ég veit nú ekki allt, en samkvæmt þessu (skoða kort sérstaklega) sé ég ekki fyrir mér að sjómennska sé stór atvinnugrein í Serbíu.

Annars verð ég að hvetja fólk til að kjósa sófalagið með Gröndal. Það er fínt lag og ef það vinnur komast vinir mínir til Serbíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég var að pæla í að fara á hljómsveitaræfingu meðan þetta stendur yfir - sú fyrsta hjá hljómsveitinni minni eftir fjögurra ára starfsemi. Kannski ég fari bara í bíó...

Ingvar Valgeirsson, 21.2.2008 kl. 18:29

2 identicon

myspace.com/sigrunsteinars

rabbabararúna (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:58

3 identicon

ÁFRAM DR. SPOCK!!!!  Segir maðurinn í svuntunni!!!!  Ætlum við virkilega að vera svo útnáralega ómöguleg að senda Eurobandið eða Steraflokkinn??? Sæææææææææææææll....

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:45

4 identicon

Ja...við sendum allavega þig á sínum tíma...með bakarasvuntu!

Freysi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha Ingvar, þú yrðir semsagt svo æstur ef þú fylgdist með, þyldir ekki spennuna!?

Þú trúir því kannski ekki, en ég hef ekki nent að fylgjast með þessu í vetur, veit nákvæmlega ekkert um þessi lög!

Síðast þegar ég vissi var nú snillingurinn Óttar Proppé fremstur í flokki með Dr. Spock, ef Barði sömuleiðis snillingur fer ekki, þá hlýtur Óttar að virka flott, syngjandi um serbneska sjóara eður ei!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Sýsli, ég man þegar ég horfði á Júró í góðra vina hópi hér um árið og Haukur frændi spurði mig hvenær þú hefðir byrjað í bakaranámi... það var ekki lítið hlegið. Þú varst samt sætur og lagið langt frá því að vera slæmt.

Annars verð ég að vera sammála Búbba Morteinssyni, þetta er langbesta Júrólagið svona í heildina - af innlendu finnst mér það vera Nína. Annars er þetta allt saman æðislegt.

Ingvar Valgeirsson, 22.2.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband