Fraserí

Vorum að spila, við félagarnir í Swiss, á Flúðum í gær. Ingi Valur kom með og það var sérdeilis ljómandi. Ef einhver frá skattinum er að lesa þetta þá heitir hljómsveitin Sprengjuhöllin og gesturinn Herbert Guðmunds.

Nokkrir frasar frá okkur í félagsheimilinu:

Ingi Valur (öskrað) - "ÉG BAÐ UM TÓLF ÞVEGIN SVÖRT HANDKLÆÐI!"

Undirritaður - "Hvað er þetta brúna M&M að gera í skálinni?"

Maggi Litliprins - "Ég er farinn út að reykja. Oft var nauðsyn en nú er óþarfi."

Annars var ballið fínt og ótrúlegt hvað Flúðafólk hefur úthald, búið að djúsa frá kvöldmat og dansgólfið troðfullt þegar við hættum. Svo fengum við fínt að éta líka.

Svo var ég einn heima í mestallan dag, ótrúleg afslöppun. Horfði á fullt af Young Indiana Jones á dvd. Edward Tudor-Pole leikur í einum þætti, en hann var söngvari Tenpole Tudor, sem voru uppáhalds hjá mér löngu fyrir fermingu. Svo kom Iron Maiden, svo Stranglers og svo Rush.

Ég held ég sé með skitsófrenískan tónlistarsmekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, ýmislegt má nú um þig segja Ingvar, en ekkert nema gott um tónlistarsmekkin! Skil nú bara enn betur hvers vegna þú ert svona mikill kankvís kjaftaskur, Temple Tudor hafa átt sinn þátt í því, hressir og kátir boltar!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 00:11

2 identicon

clapton er að koma og ég fékk miða á A svæði nananananabúbú

rabbabararúna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: arnar valgeirsson

tenpole tudor var illa leiðinleg grúppa væni minn. ef þú værir ekki bróðir minn hefðu plöturnar verið smassaðar.

adam ant og tenpole tudor. að maður skuli hafa lifað þetta af. sjitt. og þú segist vera með góðan tónlistarsmekk.

en numan og rush, jamm, batnandi manni er best að lifa.. þetta af.

arnar valgeirsson, 11.3.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ekki vorum við alltaf sammála um hvað væri gott hér í eina tíð - þ.e.a.s. þegar ég var svo ungur að aldur minn mátti skrifa með aðeins einum tölustaf. En það er jú þér að þakka, kommasvíniðitt, að ég kynntist Rush, Numan og mörgu öðru góðu - eins og Tangerine Dream, Talk Talk, Uriah Heep, Duran Duran og svo má lengi telja. Stebbi frændi Steingrímsson Snerils kom mér svo óafvitandi inn á Iron Maiden og Valdi Reynis, fyrrum vinnufélagi þinn, átti risastóran þátt í að koma mér í kynni við Deep Purple og fleira - tók t.d. upp fyrir mig Burn-plötuna á spólu (þetta afbrot er fyrnt núna og því óhætt að segja frá) og var sú spóla spiluð til ólífis.

Jú, þetta er allt saman æðislegt.

Svo má geta þess að ég verð á Clapton á svæði B að henda vatnsblöðrum yfir á svæði A sökum eintómrar öfundar.

Ingvar Valgeirsson, 11.3.2008 kl. 08:39

5 identicon

Tenpole Tudor var þrælgott band !!! ég eignaðist best of disk með þeim félugum fyrir nokkrum árum og þá rifjaðist upp fyrir mér hve fjandi þeir voru hittnir á flottar melodiur !!!!!!!!!!

Röggi (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband