15.3.2008 | 12:06
Na-na-na-na...
Kellingin og Litli-Sveppur skelltu sér norður - því var tilvalið að setja hryllingsmynd á fóninn, fá sér grafið lamb, kavíar og tíramasú í gærkvöldi. Egill Rabbason eyðilagði það allt með að hringja og segja mér að hann ætti miða á Sálina. Því varð ég að sjálfsögðu að halda til Hallar á ball.
Skemmst frá því að segja að ballið var til fyrirmyndar. Allnokkuð um gesti, Jón Ólafs og Halli Þorsteins komu og tóku lagið, blásararnir úr Jagúar líka, sýnt var myndband af Rabba trymbli - pabba Egils - og svo kom gospelkórinn og kyrjaði eitthvað með bandinu. Svakaflott ljós, rakettur og læti. Bandið í fanataformi og jós hitturum yfir þvöguna af miklum móð. Sveitin var feykiþétt og fólkið í gríðarlegu stuði, reyndar svo miklu að ég hef aldrei séð viðlíka stemmara í höllinni.
Sumsé, ákaflega flott, til hamingju strákar og gaman að sjá að það eru ekki bara erlendir artistar sem geta fyllt Laugardalshöllina, okkar eigin popparar geta alveg séð um það líka. Reyndar var meira gaman í gær en á flestum þeim tónleikum sem ég hef sótt í sama húsnæði, hvar einhverjir útlendingar hafa séð um að leika fyrir dansi.
Eníhjú, svo var boðið til samkvæmis eftirá í bekksteitsinu, hvar mikið af góðu fólki var samankomið. Þar var boðið upp á pítsur og sódastrím. Stuð og fjör.
Annars er ég hress. Það er meira en hægt er að segja um Fréttablaðið. Í blaðinu í dag er frétt á bls. 64 hvar segir að Steve-O úr Jackass sé kominn á geðsjúkrahús. Það er vonum seinna, svona fyrir utan að mér er meira sama um hann en Paris Hilton, Lindsey Lohan og Britney til samans. Nema hvað, ég fletti blaðinu og vonast til að sjá eitthvað merkilegra - en sama frétt, umorðuð - eflaust jafnilla þýdd upp úr öðru erlendu slúðurblaði - er á síðu 67!
Svona fyrir utan það er "frétt" um að Robert Downey jr. leiki blökkumann í bíómyndinni Tropic Thunder. Reyndar fyrir utan að vera mánaðargömul - og þ.a.l. ekki frétt - í það minnsta er fréttin kolröng - téður leikari leikur í téðri mynd skjannahvítan mann sem er að leika blökkumann. Það væri óneitanlega kostur ef starfsfólk Fréttablaðsins læsi fréttirnar sem það þýðir upp úr erlendum slúðurblöðum.
Athugasemdir
Blessaður Ingvar!
Veistu að mig sem þekkir nú innviði blaðamennskunnar, er farið að gruna meir og meir að prófarkalestur sé deyjandi fyrirbæri!Nú húki bara hver í sínu horni, skrifi eitthvert blaður og þýði um leið er þeir pikka upp "á staðnum" og segi sjaldnast hinum fyrr en kannski eftir á hvað þeir voru að gera!? Þá er búið að henda öllum þessum greinum og þá kannski eins og hér, fleiri en einni um sama draslið í einn haug sem svo sullað er bara saman eftir þörfum og prentað án frekari frágangs! Þetta og fleira rugl orði svo algengt, að ég held að svona sé ekki fjarri lagi að hlutirnir séu núna.
En svakagjör já í gærkveldinu og fólk í stuði, gott mál! En lét einhver sem ekki var löglega forfallaður eins og blessaður drengurinn hann rabbi heitin, sig vanta?
Eyðisfjarðarsaxinn bloggandi til dæmis, mæ´tti hann?
En í öllum bænum ef þú getur Ingvar, skelltu þér á Magic Slim, eða eitthvað af öðru þarna á blúshátíðinni, snilldardagskrá!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 22:09
Sálin hefur örugglega staðið fyrir sínu. Hef bara einu sinni séð þá læf. Líklega 1994-5 eða eitthvað á 17. júní. Hljómurinn hjá þeim var svo góður úr nýju hljóðkerfi Reykjavíkur að ég fékk gæsaðhúð. Flott hljómsveit.
Mig vantar alltaf að þú upplýsir mig um verð á 1600W Behringer B2520 aktífum hátölurum og svo má það berast ykkur að Gunni Antons er mjög ánægður með sinn Ovation VXT. Flott lausn á því að þurfa bæði kassagítar og rafgítar þegar farið er í gigg. Ég verð áfram með G&L-inn með bixbýið, ég þarf að komast í gegnum Shadows og fleira þar sem sveifin er bara bráðnauðsynlegur kostur.
Haukur Nikulásson, 16.3.2008 kl. 23:53
Magnús, svo skemmtilega vill einmitt til að Rabbi heitinn mætti - þ.e.a.s. tók trommusóló á risaskjá af myndbandi. Ekki voru þó allir fyrrum meðlimir á svæðinu, bara þeir sem eru í dag og svo eftirlifandi orgínal meðlimir - jú, og svo aukamenn, strengjasveit, gospelkór, blásarar og Einar Scheving á slagverk. Örugglega að gleyma einhverjum.
Ingvar Valgeirsson, 17.3.2008 kl. 10:52
Haukur - þessi box eru ekki enn komin í framleiðslu. Ef krónan heldur áfram að falla svona koma þau til með að kosta sjö og hálfa miljón þegar þau koma á seinni helmingi ársins. Líta hinsvegar býsna vel út. Þau eru hinsvegar ekki aktív.
Ingvar Valgeirsson, 17.3.2008 kl. 11:13
Blaðamenn eru æðislega fyndið fólk. Ég gleymi aldrei einhverju svona staðreyndahorni sem var í einhverju blaðanna. Svona "Vissir þú..." horn. Yfirleitt afskaplega illa þýddar klausur. Ein bar þó af. Þar stóð:
"Vissir þú að strútar eru ekki með miðtaugakerfi?"
Mjög áhugavert að það sé til fugl, þótt ófleygur sé, sem er heilalaus.
Upplýst ágiskun segir mér að mögulega hafi blaðabarnið (virðist sem flestir starfsmenn blaðanna í dag séu undir lögaldri, miðað við gæði skrifanna) ruglast þarna á orðunum "oyster" og "ostrich". Sem vakti geysilega kátínu á mínu heimili.
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:24
TAkk fyrir það Ingvar minn, en ég held nú örugglega að nefndur saxafónleikari hafi nú komið einmitt nálægt stofnun bandsins, en Jens Hanson auðvitað verið í því hlutverki lengst af! Sá fyrrnefndi líka að sinna einvherju skiðabrölti heimafyrir, ekki hægt víst að vera á tveimur tilverustigum nema þú sért snillingur og heitir Rafn Jónsson!
Blessuð sé minning hans!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 19:43
Já, ég held að Einar Bragi (Einar Frægi) hafi spilað fyrstu plötu Sálarinnar þó hann prýði ekki forsíðuna. Veit ekki hvort hann stóð að stofnun bandsins, hvort hann var meðlimur eða hvort hann var bara sessjónmaður - ef hann les þetta má hann gjarnan svara þvi svo botn komist í málið.
Eitt er þó ljóst, hann var í Stjórninni! :)
Ingvar Valgeirsson, 17.3.2008 kl. 21:29
Jamm, stofnaði hana og mig minnir endilega að hann hafi nefnt það við mig sjálfur að hann heðfi komið að stofnun Sálarinnar líka. En hvort heldur sem er, hefði hann alveg átt erindi í höllina líkt og margur annar!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 00:00
Jens Hansson kom ekki inn fyrr en seinna í bandið....samkv gömlum þætti sem ég á á VHS:o). Samkvæmt viðtali við Jens þá var hann tekinn í prufu. Og sendur heim, þótti ekki nógu góður. En var svo tekinn síðar inn aftur.
Þannig að ég skil það rétt að Gummi og Stebbi eru einu sem eru Orginal. Erum við ekki að tala um c.a 6 trommara? 2 bassaleikarar.....Spáið samt ef Stebba væri skipt út og Bergsveinn Árelíusson yrði tekinn inn í staðinn.
Bara pæling.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 11:05
Ég er nú orðinn svo gamall að ég sá orgínal-lænöppið á balli. Þá var enginn saxófónn, bara Gummi á gítar, Halli Þorsteins á bassa, Jón Ólafs á orgel og píanó, Rabbi á trommur og svo Stefán Hill sjálfur, sem fór mikinn í frontinum. Heillaði viðstadda upp úr skónum strax þá. Þetta var sumarið ´88. Gaman að því.
Ingvar Valgeirsson, 18.3.2008 kl. 15:10
Jájá, sá þessa gutta líka og það oftar en einu sinni í þessari mynd, gæti því vel verið að ég sé að rugla hér bull og röfla, en það væri þá ekkert nýtt!
En vissi nú að Jens H. kom ekki inn fyrr en síðar. En Saxi gæti nú samt hafa verið þarna með þeim á upphafsdögunum!?
VErð nú bara að spyrja dengsa!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.