Önnur tónleikafrásögn

Jú, skellti mér á Yardbirds í gær. Kom alltof seint, þar sem kerlingin hafði verið í vinnunni þangað til klukkan alltofseint, og mætti þegar fyrsta sveitin hafði lokið leik. Þá voru Sigurður Flosa, Pétur Östlund, Jón Páll Bjarnason og einhverjir að spila og þrátt fyrir að mússíkin væri óaðfinnanlega flutt finnst mér svona lagað bara svo afspyrnuleiðinlegt að ég hélt mig frammi á bar á spjalli við mann og annan.

Nú, svo byrjuðu Yardbirds. Hófu leik að mig minnir á Train kept-a-rolling og það var bara fínt. Heilir tveir upphaflegir meðlimir, hryngítarleikarinn og trymbillinn, afbragðsfínn munnhörpuleikari, fermingardrengur á einleiksgítar og söngvarinn sá einnig um bössun. Svo tóku þeir hvern slagarann á fætur öðrum. Mest gaman að Heart full of Soul, sem er í miklu uppáhaldi. Svo enduðu þeir á Dazed and confused, sem mér fannst nú nett haddló. Reyndar var mér tjáð af mér fróðari manni að það væri upphaflega Yardbirds-lag, Jimmy Page hefði samið það meðan hann var enn í sveitinni og þeir tekið það á böllum hér í denn. Eníhjú, bandið kom á óvart, var ekkert stórkostlegt, en skemmtilegt. Reyndar miklu meira popp en blús og mætti kannski færa einhver rök fyrir því að þeir hefðu ekkert fremur átt heima á blúshátíð en Land og synir, en ég skemmti mér vel og hressilega og það er jú það sem gildir.

Nokkur orð um gítaristann, sem er talsvert yngri en restin af bandinu - gæti reyndar hæglega verið barnabarn hins gítaristans. Hann var með býsna flottan Telecaster, sem ég sá ekki betur en væri með Stratocaster-hálsi. Hann spilaði nokkuð smekklega svona að mestu, en þegar hann var kominn með hægri höndina upp á hálsinn og var farinn að "tappa" (svona eins og Van Halen gerir í bullandi yfirvinnu) sá ég einn eða tvo hrista hausinn og fussumsveia. Sjálfum fannst mér það í góðu lagi, þar sem þessi metalaðgerð þjónaði alveg sínum tilgangi í laginu og er síður en svo á bannlista. Mér fannst hinsvegar alveg frábært að sjá einhverja fussa og sveia yfir þessu. Samskonar fólk fussaði og sveiaði hér í denn þegar annar sólógítaristi sömu sveitar, Eric Clapton, tók upp á þeim óskunda að láta magnarann sinn bjaga, svo hljómurinn varð rifinn. Það þótti jú óhæfa.

Restin af kvöldinu fór svo í ógæfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Mér finnst alltaf svolítið skondið þegar bassaleikarinn er also the singer....

Ég hélt ég hafði lesið í öðru bloggi að konan þín væri í fríi...en kennarar eru mest "illaborgaðasta" lið ever... Mér finnst nógu erfitt að láta barnið mitt læra heima... svo halda allir að kennarar séu bara í fríi, þegar krakkarnir eru í fríi ,fools..

Allavega, nú fer ég inn í stofu að hlusta á Dazed and confused... takk fyir það..

Guðríður Pétursdóttir, 21.3.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, margir halda að kennarar vinni bara þegar þeir eru í skólastofunni - svipað og að halda því fram að fréttamenn vinni bara meðan fréttatíminn er sendur út...

Reyndar var kerla ekki í fríi - hún var með skautamót á Akureyri um síðustu helgi í bullandi yfirvinnu.

Ingvar Valgeirsson, 21.3.2008 kl. 01:07

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þetta er eiginlega bara fullkomin samlíking..
ég veit af því að ég fór stundum með mömmu minni þegar hún var bæði að kenna í "stubbabekk" í grunnskóla (samt ekki lærður kennari) og með tónmennt..  ég fór oft með henni  "after school" þegar hún var að vinna hitt og þetta... og þetta var úti á landi.. fyrir löngu síðan, pælið í hvernig kröfurnar eru orðnar núna miðað við þá..?!?!?!?!?

Guðríður Pétursdóttir, 21.3.2008 kl. 01:42

4 identicon

Clapton.....

ekkert varið í jardana eftir að clapton fór, bara væl

gledda páska

rabbabararúna (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 07:33

5 identicon

ohhhh maður missir af öllu svona þegar maður er með brjóstabarn, nú fer ég að hætta þessum barneignum í bili.

Gleðilega páska annars elsku Ingvar minn og frú.

Brynhildur (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Gulli litli

Oft er ógæfan það skemmtilegasta..

Gulli litli, 21.3.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband