Múslímar og getraun - já, hljómsveitargetraun!

Skrýtið þetta með hann Múhameð - einhver mynd af honum birtist í einhverju bensínstöðvarsagnfræðitímariti, þýddu úr útlensku, og Múslimar hérlendis ljá þessum hundómerkilega snepli múltímilljónkróna auglýsingaígildi með því að tjá sig um málið. Auðvitað er málfrelsi hérlendis og er það vel, en það er jú samt óþarfi að gera í því að pirra aðra. Svo á hinn bóginn má kannski benda á að lög Múslima ná jú bara yfir þá - a.m.k. ætla ég ekki að hætta að éta svínakjöt af því einhverjum öðrum er bannað að gera það.

Eníhjú - hljómsveitargetraun:

Spurt er um sveit, sem stofnuð var fyrir eitthvað á þriðja áratug síðan. Þeir gáfu út plötu, sem náði allnokkrum vinsældum.

Meðlimirnir voru allir vel þekktir tónlistarmenn. Þegar átti að túra til að kynna skífuna ákvað einn þeirra að snúa sér að öðru og var annar fenginn í hans stað. Túrinn var kláraður og bandið lagðist í dvala.

Að nokkrum árum liðnum komu upphaflegir meðlimir saman og ákváðu að gera aðra skífu. Þegar framkvæmdin var komin í gang stökk þó einn meðlimurinn frá borði - þó ekki sá sami og hafði látið sig hverfa áður. Annar var fenginn í hans stað og platan kom út. Er óhætt að segja að hún hafi ekki vakið jafn mikla lukku og fyrri platan. Skömmu eftir eftir útgáfu hennar lést svo nýjasti meðlimur sveitarinnar. Tveir meðlimir enn létust svo fyrir nokkrum árum, báðir á sama árinu.

Hvaða band?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta eru örugglega vibbarnir sem pirruðu mig á unglingsárum og þú dýrkaðir eins og heilalaus grís.

Vil ekki eini sinni skrifa nafnið á hljómsveitinni, verð bara pirr.

nú, ef þetta eru þá þeir..

arnar valgeirsson, 22.3.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einar - það sem ég hef séð af þessu blaði er síður en svo merkilegt. Hinsvegar veit Illugi alveg hvað hann er að gera með þessari mynd, hann veit að reiði Múslima hérlendis mun selja nokkur eintök.

Arnljótur - þetta eru ekki Tenpole Tudor. Þeir eru allir sprellalive eftir því sem ég best veit og er það gott, enda voru þeir bráðskemmtilegir.

Ingvar Valgeirsson, 22.3.2008 kl. 19:53

3 identicon

Af hverju geturðu ekki unað þessu fólki því sem því er heilagt? Við erum ekkert að tala um sharia lög. Við erum að tala um mestu vanvirðingu sem hægt er að sýna gagnvart Islam - myndir af spámanninum eru svipað og að míga á kross eða brenna kristsmyndir gagnvart kristni. Mér finnst ekkert skrýtið að þetta særi múslima. Og mér finnst mjög undarleg ákvörðun að birta þessa mynd. Þetta er bara lágkúruleg auglýsingamennska á kostnað trúar fólks. Ekki ósvipað því þegar Vantrú leggur sig fram við að skíta yfir trú manna, bara til að vekja umtal og upphefja sjálfa sig sem einhvers konar rökhyggjupostula á kostnað annarra. Það er eitt að ræða trúmál, kosti þeirra og galla, en allt annað að vanvirða það sem fólki er heilagt án nokkurrar ástæðu. Það er ekki til neins fallið annars en að valda ósætti og særindum, eins og hér sést ágætlega.

 Hvað getraunina varðar hlýtur þetta að vera eitthvað rusl. Þú spyrð aldrei um almennilega tónlist.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er reyndar alveg sammála því að það er ósmekklegt að birta svona myndir, þar sem það er greinilega eingöngu gert í þeim tilgangi að hrista upp í fólki og fá ókeypis auglýsingu fyrir þennan snepil. En ef Múslimar verða brjálaðir út af þessu, hvað mega aðrir trúarhópar þá segja? Það er ekki eins og Kristnin hafi ekki verið fengið á sig ógeðfelld skot gegnum tíðina og það án þess að neinn kveiki í sendiráðum eða hóti að myrða fólk.

Reyndar skemmtilegt að þú takir samlíkinguna með að brenna kristsmyndir, því viðbrögð margra Múslima við dönsku Múhameðsmyndunum voru einmitt að brenna danska fánann, sem er jú krossmynd,

Ef það á að fara að gera veður út af því að einhver lítillækki trú fólks er af mörgu að taka hérlendis áður en komið verður að einhverjum Múhameðsmyndum. Heilu og hálfu listsýningarnar hafa snúist um að gera lítið úr Kristni, en þegar Illugi Jökuls, sem menn ættu nú að vita að er bara að reyna að snapa sér fríkeypis umtal, birtir Múhameðsmyndir er það forsíðufrétt.

Menn hafa oft og iðulega gert lítið úr trú minni án þess að ég verði eitthvað vitlaus yfir því - ég myndi ekki vilja að málfrelsi landans yrðu skorður settar vegna þess.

Varðandi getraunina er ég þess fullviss um að þér þykir þessi hljómsveit algerlega hundleiðinleg.

Ingvar Valgeirsson, 23.3.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Hérna... Hvað ef að manninum sem að teiknaði þessa mynd... að honum finnst Múhammeð líta svona út??? Þessi mynd er neflilega ekki svo skopmyndaleg að mínu mati, hef séð margar fyndnari! Varðandi getraunina þá er ég of ungur til að vita svona

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 23.3.2008 kl. 06:31

6 identicon

Cream

Tommi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:57

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, Tommi, tríóið Cream samanstóð ekki af fjórum mönnum...

Ingvar Valgeirsson, 23.3.2008 kl. 11:13

8 identicon

Er þetta Firm?

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 11:19

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, þeir héldu sömu liðsskipan allan tímann - og voru einmitt svarið við síðustu hljomsveitargetraun.

Ingvar Valgeirsson, 23.3.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband