Tónleiks

Skemmtileg tilviljun - um daginn hringdi Egill, sonur Rabba í Grafík, í mig rétt fyrir Sálartónleikana og bauð mér með. Það var feykigaman eins og áður hefur komið fram. Í gær fékk ég símtal frá Magga, syni Magga Eiríks, þar sem hann bauð mér á Sgt. Peppers-tónleikana, sirka hálftíma fyrir ball. Bæði Egill og Maggi hafa trommað með Swiss og því er þetta skemmtileg tilviljun, sem og að Stebbi Hilmars, Jói Hjöll og Jón Ólafs komu fram á báðum þessum tónleikum.

Eníhjú, tónleikarnir fóru fram í Háskólabíói, þar sem miðasala hafði ekki verið samkvæmt væntingum. Upphaflega átti þetta víst að fara fram í Laugardalshöllinni, en ég vil halda því fram að bíóið hafi verið ívið betri völlur.

Tónleikarnir hófust á því að söngvararnir sex komu fram og sungu nokkur Bítlalög hver. Sigurjón Brink reið á vaðið og hóf leikinn á Helter Skelter og kom því framúrskarandi vel frá sér. Aldrei heyrt hann syngja neitt að ráði áður og kom hann mér skemmtilega á óvart, alveg hreint ótrúlega góður strákurinn. KK, Bó, Stebbi Hilmars og Eyjólfur Kristjáns komu líka fram, sem og einhver lítil stelpa sem var kynnt sem Daníel Ágúst.

Nú, eftir að hver hafði tekið nokkur lög var smáhlé og svo var Sgt. Peppers flutt í heild sinni og svo nokkur uppklapps. Er svosem fátt um það að segja annað en að þetta var allt alveg ljómandi vel gert, bæði tónlistarflutningur og önnur framkvæmd. Skemmti mér ljómandi vel. KK þarf samt að fá sér jakkaföt sem passa - eða þá borða meira svo hann passi í gallann. Hann hinsvegar gerði sitt ljómandi vel eins og allir hinir söngvararnir, tók m.a.s. While my guitar alveg listavel.

Nú er ég hinsvegar að borða nammi. Finnst þa líka gaman.

Nú, Dexter í kvöld á Skjá einum - ætli sömu bloggararnir og vældu í fyrra yfir að hann væri sýndur á páskunum geri það aftur í ár? Við bíðum spennt...

Enginn með svar við getrauninni enn - frekari vísbendingar á næstu hálftímunum ef ekkert gerist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð bara að kommenta hérna því þetta er held ég bara í fyrsta skipti sem ég kíki á bloggið þitt og enginn hefur kommentað.

 Úúúúú..

Jökull Litlifrændi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: arnar valgeirsson

það er vegna þess að hún ingveldur er ekki vælandi um einhvern andskotann eins og annað sjálfstæðislið heldur bara í góða skapinu. sem er ömurlegur andskoti.

hef ekki græna grund um þetta helvítis band, segi bara spinal tap til að segja einhvern andsktotann á þessum drottins dýrðar degi, þar sem menn tóku að hefja sig til flugs á þessum tíma fyrir ríflega 2000 árum, samkvæmt erlendri skáldsögu.

en hér er búið að horfa á dexter í dag, litli bró að ná upp töpuðum þáttum fyrir kvöldið í kvöld. gott að eiga á diskum sko.

gleðilegt páskaegg.

arnar valgeirsson, 23.3.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég hef ákveðið eftir mikla ígrundun að segja bara gleðilega páska

Guðríður Pétursdóttir, 23.3.2008 kl. 20:52

4 identicon

While my guitar g..... er það ekki eftir meistarann?????

hef ekki hugggmynd um þessa hljómsveit ekki yardarar ekki ccr????

rabbabararúna (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það er eftir meistarann, þ.e.a.s. Harrison. Það er samt ekki hægt að segja að hans framlag til Sgt. Peppers hafi verið beint hressasta lagið á plötunni.

Dexter er, til að það sé á hreinu, æði.

Ingvar Valgeirsson, 24.3.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: arnar valgeirsson

koddu so með hint, skepnanðín.

hvað er í verðlaun?

arnar valgeirsson, 24.3.2008 kl. 13:27

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

án efa hálfétið páskaegg frá því í fyrra með nokkrum glerhörðum karamellum

Guðríður Pétursdóttir, 24.3.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband