Snorri vann

Snorri Sturlu gersigraði hljónstargetraunina mína. Þar var spurt um Power Station, sem margir muna vel eftir og enn aðrir kannast ekkert við. Þeir gáfu út voða vinsæla plötu ´85 og einhverra hluta vegna héldu þeir að þeir gætu endurtekið leikinn áratug síðar, en sú plata flaug talsvert fyrir neðan radar hins almenna plötukaupanda.

Snorri hefur unnið sér inn sáralítið notaðan kleinuhring sem má sækja í þarnæsta útibú búðar Tóna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

andskotans asni get ég verið. hefði átt að vita það því þú varst að spila robert palmer, hinn ótrúlega kúl numan aðdáanda. nema hann er þokkalega kúl núna kallinn... meira kúl en ég vildi vera.

og er hann ekki daujur líka trommarinn í chic? þarna le freak....

djöss, en næst verður almennilegur vinningur og ég er geim.

en snorri er ágætispiltur, norðanmaður, tónlistargúrú og fóbboltafan. heldur samt ekki með leeds og er vel kominn að kleinuhringnum hálfa.

arnar valgeirsson, 24.3.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Veit ekki afhverju mér finnst svona gaman að lesa bloggið þitt. Þú hefur húmor. Vel skrifandi. Og svo veit ég hver þú ert. En þú veist ekki hver ég er, miðaldra fyllikerling sem hef oft hlustað á þig á Dubliners. Hætti með reykingabanninu

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:45

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hættir með reykingabanninu? Hvusslags, þá fór fyrst að verða gaman, maður gat spilað heilt kvöld án þess að lykta eins og súrheysturn.

Ingvar Valgeirsson, 25.3.2008 kl. 08:27

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott að þú ert þá "Heilbrigður" að þessu leiti Ingvar minn hvað reykingarnar varðar haha!

En ææ, Power Station, kom nú of seint til að pæla eitthvað í þeim, en kemur nú ekki beinlínis á óvart að SS tæki þetta með trompi, svona skilt DD "ástinni" hans. En við skulum nú nefna þennan ágæta trommara fyrst sjóarabrói er að geiflast með hann og þú hefur ekki útskýrt getraunina fyrir þeim sem ekki þekkja (sem maður á nú að drattast til Ingvar!) Tony thompson hét hann örugglega og trommaði víst áður í Chicdiskódótinu Annars var ég ekki mikið fyrir þetta dæmi, þó vissulega hafi rokk spilað rullu, hafði bara ofnæmi fyrir öllu sem hét DD þá og þar með A Taylor þótt það hafi nú lagast með hækkandi aldri og þroska.

palmerinn auðvitað ofurtöffaralegur söngvari, en einvhera hluta vegna fer ég alltaf fyrst að hugsa um frakka þegar nafnið power Station kemur upp í hugan! Voru kannski alltaf í slíkum klæðnaði?

Man núna bara ekki eftir fjórða meðlimnum, æ honum þarna...

Magnús Geir Guðmundsson, 25.3.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Snorri Sturluson

Ég má vart mæla af gleði...ég held að ég viti nefnilega hvaða kleinuhringur þetta er.

Snorri Sturluson, 25.3.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: arnar valgeirsson

magnús: það var annar dd dúddi, var það ekki bara hinn taylorinn.

taylor, taylor, thompson and palmer..... minnir eitthvað á annað band...

arnar valgeirsson, 25.3.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, alveg eins og Anderson, Bruford, Wakeman, Howe...

Það voru reyndar þrír Taylor-ar í Duran, Andy, John og svo Roger á trommurnar. Alnafni Queen-trymbilsins góða.

Ingvar Valgeirsson, 25.3.2008 kl. 16:45

8 Smámynd: arnar valgeirsson

sorrý... ég æði ekki um hvorki erlendis né hérlendis til að fara á DD tónleika.

þó þeir séu reyndar góðir kallarnir, þannig lagað séð.

this is planet earth... da ra da dada da da ra  da dí rí rírí rídí

arnar valgeirsson, 25.3.2008 kl. 17:15

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það geri ég nú ekki heldur, en rámaði bara í þetta, en get ekki munað hvurn andskotan sá fjórði hét, nenni ekki að komast að því, rippaðu því nú út úr þér Ingvar minn!Annars man ég lítið er varðar þessa sveit sem og DD, nema hvað Andy skar sig úr enda gítarleikari, á sólóplötu með honum. (minnir mig!)

Magnús Geir Guðmundsson, 25.3.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband