Bond-getraun númer... ja, hver er að telja?

Best að halda áfram með Bond-getraunina, enda þáttaka ágæt.

Spurt er um leikara... ja, sem endranær.

Hann fæddist í landi, sem heitir núna eitthvað allt annað en það hét þá.

Hann kunni ekki ensku þegar hann fór að leika í bíómyndum. Hann meira að segja blekkti einn frægasta leikstjóra heims þegar hann lék lítið hlutverk í mynd og lærði textann sinn bara utanbókar - skildi ekkert hvað hann var að segja... eða svo segir sagan allavega.

Dóttir hans varð næstum því fórnarlamb raðmorðingja. Munaði reyndar svakalega litlu.

Hann skipti um nafn, enda hans rétta nafn ekki líklegt til að afla manni vinsælda í bíóheiminum.

Leikarann má sjá í mörgum frægum myndum, alltaf (held ég, allavega langlanglangoftast) í aukahlutverkum.

Þetta er nóg að sinni, svariði bara.

Bið að heilsa (eftir Inga T.).

Hver er annars hress? Best að fara niður í Austurbæ, hvar Eiki Hauks syngur með Dúndurfréttum (eins og Pétur sé ekki nógu rauðhærður) og gamall kall frá útlöndum fær að vera memm. Svo bíð ég spenntur eftir að Sverrir Stormsker drulli yfir Dúndurfréttir, svona í kjölfar fyrri greina hans um þá sem flytja annara manna tónlist.

Tjérs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að spyrja um Le Chiffre leikarann László Löwenstein sem síðar varð þekktur sem Peter Lorre. Þessi var skammarlega létt hjá þér!

Bjarni (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:26

2 identicon

PS. Lorre var nú í aðalhlutverki í meistaraverkinu M auk þess sem hann lék herramanninn Moto í allmörgum myndum.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jawohl. Rétt, Bjarni.

Ingvar Valgeirsson, 1.5.2008 kl. 04:59

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Og þið eruð að gleyma hinni yndislegu 'Mad Science' ... hvar hann á einhverja bestu psycho spretti allra tíma.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.5.2008 kl. 06:30

5 Smámynd: arnar valgeirsson

hvað er þetta. hanga menn bara á blogginu þegar þeir koma heim af öldurhúsum, gestir og starfsmenn ha.

lífið er yndislegt.

arnar valgeirsson, 1.5.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: arnar valgeirsson

geturðu svo ekki farið að leysa eitthvað að þessu hjá snorra??? ég er alveg blankur í haus. búinn að huxa og þínka og ekkert gengur. en ekki til i að gefast upp.

arnar valgeirsson, 1.5.2008 kl. 13:21

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég gat pínu hjá honum. Held samt að hann hafi verið að meina aðra Makers en ég.

Ingvar Valgeirsson, 1.5.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband