7.5.2008 | 21:37
Hann Andri
Vinnufélagi minn, hann Andri, fór í klippingu í gær. Hingað til hefur hann gengið undir viðurnefninu Ólafur Ragnar sökum þess að hárgreiðslan er sláandi lík þeirri sem Pétur Jóhann skartaði í Næturvaktinni. Þeir líkjast ekki hætishót núna.
Andri yngdist upp um átján ár á nóinu við klippinguna. Mátti ekki við því enda nýfermdur. Ef hann hefði verið klipptur meira hefði hann orðið fóstur.
Ég er að hugsa um að ættleiða hann, enda er þetta vænsti piltur.
Annars ætlaði ég að horfa á sjónvarpið, en þar eru eintómir raunveruleikaþættir. Einhver meikóverviðbjóður á Stöð 2, Kid Nation og America´s next Top Model á Skjá einum og endursýning hlustendaverðlauna FM957 á Stöð 2 Extra. Kannski ég grípi bara í gítarinn og semji ódauðlegt meistaraverk.
Nú, best að skjóta fram enn einni Bond-getraun. Sðurt er um mann sem tengist Bond lítillega... eða mikið... eða svolítið.
Hann hefur unnið mikið við sjónvarp, jafnvel verið með sjónvarpsþátt sem hét í hausinn á honum. Ekki hefur hann þó verið eingöngu í sjónvarpi, enda hefur hann lengi verið í bíó, jafnvel leikið í nokkrum af frægustu myndum sögunnar.
Fyrir fáeinum árum lék hann í feykivinsælli mynd. Þar lék hann mann sem ætlaði sér að stela gulli. Framhaldsmynd er í burðarliðnum og er hann þar skráður til leiks aftur.
Hann hefur leikið spilltan dómara og dómara sem fremur morð.
Hann hefur leikið í mynd með Madonnu.
Hver er?
Athugasemdir
John Cleese
Guðríður Pétursdóttir, 7.5.2008 kl. 22:20
Neibbs.
Ingvar Valgeirsson, 7.5.2008 kl. 22:21
Dick Van Dyke
Guðríður Pétursdóttir, 7.5.2008 kl. 22:35
Sjitt. Stelpa vann enn eina ferðina. Jú, það er Penis Van Lesbian.
Ingvar Valgeirsson, 7.5.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.