Jakob

Jakob Frímann á hvers manns vörum þessa dagana. Hefur ekki verið svona umtalaður síðan búkspilarabandið kom fram hér um árið.

Fólk hefur svolítið verið að missa sig síðustu daga vegna launa hans. Ég þekki manninn ekkert persónulega, en hefur sýnst sem svo að hann sé býsna aktífur. Drífandi og lítil hætta á að hann leyfi málum að daga uppi í nefndum og ráðum. Er þá ekki betra að hafa hann með áttahudruðþúsundkall fyrir að gera eitthvað heldur en að hafa fólk eins og ónefndan femínista sem er með tvöhundruðogeitthvað fyrrir að gera að því er virðist ekkert nema væla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þú ert nú með ónefndan femínista á heilanum og vælir eins og ég veit ekki hvað. það sem er verið að gagnrýna er hvernig að þessu var staðið væni minn og þeir sem starfa hjá borginni eru ekkert ofsa glaðir enda með 322 þús á mánuði eftir 12 ára starf, fólk í ábyrgðarstöðum.

fólk er misgott og misduglegt en vanalega er svona auglýst og nú segjast þeir ekki hafa haft tíma.... eða óli allavega.

þetta er nú glimrandi stjórn þarna sem rændi völdum og vonandi að þau fari öll nógu andskoti illa út úr þessu. jakob er örugglega dugnaðarforkur og vel tengdur. hann á eflaust eftir að standa sig vel og fólk er ekkert að væla yfir honum heldur í fyrsta lagi hvernig þetta var gert og í öðru lagi yfir launum hans.

auðvitað væri kúl ef allir væru með hálfa millu á mánuði eða meir en það er bara ekki þannig væni.

haltu svo bara áfram að kjósa þá sem gera það að verkum að þú verður alltaf blankur.

arnar valgeirsson, 10.5.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, Kobbi karlinn er um margt hinn klárasti, en þessi að koma hans er bara eins og allt í borginni sl. mánuði, með einstökjum klaufaskap og vandræðagangi!Svo er hann Ólafi miklu meira en bara "Framhandlegggur" í miðborginni, heldur hans eini og sanni reddari, enda eru þeir vinir og skólabræður frá gamalli tíð.Gæti sagt hér ýmislegt meir um Jakob, en kýs að halda því fyrir mig. En mér kæmi nú ekki á óvart að eitthvað kæmi vel út í miðbænum þarna, meðan hann má vera að því að sinna honum, segist sjálfur bara hafa skuldbundið sig til þriggja mánuða.

Magnús Geir Guðmundsson, 10.5.2008 kl. 21:49

4 identicon

hann hefur aldrei verið á mínum vörum...hef allavega ekki orðið var við það

Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:05

5 identicon

Þú vælir og vælir yfir femínistum. Hættu að væla. Ég skal borga þér 861000 á mánuði ef þú hættir að væla yfir femínistum.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:17

6 identicon

Já, endilega finndu þér eitthvað annað að væla yfir, Ingvar. Þetta er orðið þreytt.

Það kjánlegasta í þessu er að ef staðan hefði verið auglýst hefði Jakob án efa samt fengið hana. Hann er óneitanlega vel hæfur í þetta starf, virðist manni. Þetta er bara enn eitt dæmið um það hversu mikil kjánasamkoma þessi borgarstjórn er.

Borgarstjórnin sem bláu vinir þínir komu á með klækjum og viðhalda, Ingvar. Til hamingju. Þú kýst heimskulegasta stjórnmálaflokk landsins. Svo vælirðu yfir femínistum. Klapp klapp.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kýstu ennþá Sjallana Ingvar? Ég er svo aldeilis hlessa. Maður er nú barasta sérdeilis bit.

Haraldur Davíðsson, 13.5.2008 kl. 03:45

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eyvi - staðan var auglýst og leitað til fjölda fólks um að taka hana að sér. Jakob var búinn að hafna þessu djobbi áður. En jú, ég nöldra svolítið yfir femínistum. Aðallega einni. Hún er nefnilega með skoðanir sem ég tel slæmar. Sjá bloggið hennar.

Magnús - heldurðu að það hafi haft mikil áhrif á stöðuveitinguna að borgarstjóri og Jakob voru saman í bekk einn vetur? Það var fyrir 30 árum síðan.

Halli - ennþá? Hef oft kosið annað. Þeir eru jú slæmir, en því miður eru þeir illskásti kosturinn að mínum dómi. Minnst ljóta stelpan á ballinu.

Ingvar Valgeirsson, 13.5.2008 kl. 11:10

9 identicon

En er þá femíníska útgáfan af snjótittlingi snæpjalla?

Olga Björt (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 00:13

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja... kannski freðkunta?

Ingvar Valgeirsson, 14.5.2008 kl. 12:21

11 identicon

Wahahaha.....

Olga Björt (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband