Stríð

Var að leika fyrir gesti Döbblíner um helgina. Gaman að því. Allt bandið og Tryggvi trúbadúr með í horninu á neðri hæðinni, því hinu sama og Paparnir stóðu í þegar þeir tóku upp plötuna "Paparnir lífs á Dubliner". Tókum meira að segja fullt af nýjum lögum, þ.e.a.s. gömlum lögum eftir aðra sem við höfðum ekki spilað áður. Nokkir góðir gestir mættu, Pétur Örn og Villi Goði drógu mig að landi í raddleysi laugardagsins og Bergur Geirs lék nokkur lög á bassann svo einhverjir séu nefndir.

Rifjaði svo upp tvær gamlar stríðsmyndir... kannski ekki svo gamlar miðað við sumar aðrar, en þær eru allavega eldri en Skjár einn.

Byrjaði á Force 10 from Navarone. Framhald myndarinnar Guns of Navarone og hvergi nærri eins góð, enda hvorki sömu leikarar né leikstjóri. Hún var víst síðasta myndin sem Robert Shaw kláraði (dó meðan verið var að gera Avalance Express og var því hlutur hans í þeirri mynd ívið minni en upphaflega var áætlað) og hann hrökk upp af áður en einhverjar breytingar á samtölum og endurupptökur á hljóði fóru fram og því var einhver arfaslakur eftirhermuskratti látinn tala inn einhverjar línur fyrir hann. Það leynir sér ekki.

Leikstjórinn er Guy Hamilton, sá hinn sami og gerði t.d. Goldfinger. Er skemmst frá að segja að Force 10 er æði langt fyrir neðan hana að gæðum. Skemmtanagildið er samt allnokkuð og fínir leikarar í þremur aðal - Robert Shaw var jú snilld, Edward Fox fínn og Harrison Ford er þarna í sínu fyrsta hlutverki eftir að hann lék Han Solo í vinsælli geimmynd.

Annars er gaman að því að Hamilton er ekki eina tenging Force 10 við Bond - Edward Fox lék í Never say never again, Robert Shaw var ljótikallinn í From Russia with Love og svo eru bæði Barbara Bach úr The Spy who loved Me og Richard Kiel, a.k.a. Jaws, í auka. Gaman að því, Kiel lék Jaws og Shaw var étinn í Jaws.

Eníhjú, hin myndin var Memphis Belle. Hún er svolítið skemmtileg, þrátt fyrir að vera skáldsaga byggð mjög lauslega á raunverulegum atburðum, en svoleiðis fer oftast í taugarnar á mér einhvernvegin. Fínir leikarar og skemmtileg saga, þó svo sagan af hinni raunverulegu Memphis Belle sé eflaust ekki minna áhugaverð en skáldsagan. Langar mjög mikið til að sjá heimildarmyndina frá 1944 með sama nafni og verð að koma höndum yfir hana einhvernvegin - á einhver hana?

Nú, fyrst ekkert merkilegt er í sjónvarpinu er kannski best að setja Where Eagles Dare í tækið. Eða bara klára jólakonfektið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hver er ekki eldri en skjár einn...

Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: arnar valgeirsson

skjár tveir...

arnar valgeirsson, 14.5.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband