Meira stríð

Seinna stríðið hefur hertekið djévaffdjéspilarann minn. Í gær var það mynd sem ber hið hressilega nafn ATTACK! og skartar Jack Palance og Lee Marvin í aðal. Eddie Albert leikur líka og er bestur. Robert Strauss er líka í auka, en hann leikur sirka sama karakter og hann gerði í Stalag 17, sem er ein af mínum uppáhalds. Leikstjórinn er Robert Aldrich, sá hinn sami og gerði Dirty Dozen (sem hét í gamla daga Tólf ruddar).

Eníhjú, ég hélt ð myndin væri innantóm hetjuþvæla með geltandi vélbyssum og springandi skriðdrekum. Kom í ljós að það var alls ekki rétt, þetta er grafalvarleg mynd og hádramatísk mynd með geltandi vélbyssum og springandi skriðdrekum. Fín ræma.

Eníhjú, allt að verða vitlaust vegna Magnúsar F-listamanns á Skaganum. Finnst reyndar málflutningur hans að sumu leiti ágætur - það er kannski ekki alveg málið að taka inn tugi flóttamanna meðan hálfur þriðji tugur fjölskyldna bíður eftir félagslegu húsnæði í bænum. Svo stekkur fólk upp til handa og fóta og kallar hann öllum illum nöfnum. Er það málið? Held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alveg sammála þér um nafna minn, félagi Ingvar, í þetta sinn hefur hann sitthvað til síns máls.

Kunni reyndar mjög vel við hann sem fréttamann og það væri hann örugglega enn, ef LÍÚ kompaníið hefði ekki verið svona taugaveiklað í hans garð, en það er nú önnur saga.

En skildi "Nikkubæjarstjórinn" á Skaga, sem enn segist vera "Sami gamli góði jafnaðarmaðurinn" þó í D sé dottin, hafa keypt sér eina í Tónabúðinni?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki mér vitanlega, enda eigum við ákaflega lítið af nikkum þessi misserin - heitir bæjarstjórinn þá ekki Gísli D. Einarsson?

Ingvar Valgeirsson, 14.5.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gekk hann úr flokknum? Ég hélt hann hefði bara farið í framboð fyrir Sjallana án þess að ganga úr Samfylkingu - svoleiðis heyrði ég allavega söguna og fannst hún rosa skrýtin... annars er mér nokk sama um bæjarstjórn Akranesþorps.

Ingvar Valgeirsson, 15.5.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband