Geðveikt

Jæja, gaman. Við Swiss-menn ásamt Tryggva litla - sem er jú næstum því gersamlega alveg orðinn partur af bandinu, held ég... örugglega... vonandi - lékum fyrir starfsfólk geðheilbrigðisstofnana um helgina. Gaman að því. Geðveikt stuð. Að sjálfsögðu tókum við Stórir strákar fá raflost og Psycho killer.

Eníhjú, fékk einhvern sjónvarpsvísi heim. Þar var viðtal við hina ágætu söngkonu sem kallar sig Yohanna. Viðtalið snerist eingöngu um sjónvarpsefni, enda þannig blað. Mér fannst eitt fyndið - hún var spurð hvað vantaði í sjónvarp, að hennar mati. Hún svaraði því til að hana langaði að sjá meira af þáttum um tónlistarmenn og hvað þeir gerðu, þeirra líf og starf o.þ.h. Næsta spurning var hvað henni þætti mega hafa minna af í sjónvarpi. Hún svaraði því til að henni þætti nóg komið af raunveruleikaþáttum og mætti vera minna af þeim...

Annars er það helst að frétta að gamli Voxinn minn, sem er næstum jafngamall og Arnljótur bróðurómynd, var að koma úr yfirhalningu. Kannski ég fari að nota hann eitthvað að ráði. Svo er ég að fara að fá svona á næstu dögum. Kannski ég noti hann líka.

Lag dagsins, tileinkað fólkinu sem við vorum að spila fyrir um helgina.

Lífið er yndislegt... eins og Hreimur sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

YO YO YO YOHANNA af hverju er hún ekki með pr fulltrúa vesalings greyið

Haraldur Davíðsson, 19.5.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, "Geðveikt" lag!

En svo skemmtilega vill til að gella nokkur Heiða Þórðar er bloggari og hún segir næstum því í hausnum að "Lífið sé yndislegt" eða dásamlegt! Nema hvað að hún vinnur held ég örugglega eitthvað í "Geðveikisgeiranum", þannig að þú varst kannski einmitt að spila fyrir hana!?

En þú ert semsagt að gefa í skyn, að ARnar sé forngripur!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, ætli það ekki - magnarinn minn er antík og Arnar er ári eldri en magnarinn. Munurinn er hinsvegar sá að magnarinn hljómar vel og er í topplagi...

Ingvar Valgeirsson, 19.5.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: arnar valgeirsson

þar krumpuðust bæði afmælis- og jólagjafir niðrí tigerprís.

en þó maður þyrfti hugsanlega smá yfirhalningu þá vantar ekki hinn fagra hljóm, fegurð almennt og flest er í topplagi.

flest.

arnar valgeirsson, 19.5.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Magnarinn kýs þó allavega ekki Vinstri-græna...

Ingvar Valgeirsson, 19.5.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Enda tókst með naumindum að forða þeim draumi DAbba, að veita þeim kosningarétt svo hann þyrfti ekki að hætta og fara í Seðalbankann! Þetta sagði mér auðvitað sagnabrunnurinn Guðni Ágústsson, komin á tíunda "Guðna sterka" á hagyrðingamóti sem haldið var í fjósinu á Brúnastöðum !

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband