Var búinn að gleyma...

Bond-getrauninni. Því er tilvalið að spyrja um leikara. Hann tengist Bond eins og aðrir sem spurt hefur verið um.

Hann er að eilitlum hluta til af indjánaættum. Einnig ættaður frá Írlandi og Skandinavíu.

Hann semur ljóð. Hefur gefið út eitthvað af þeim og hlotið lof fyrir, enda var mamma hans skáld og samdi bæði ljóð og leikrit.

Hann var eitt sinn giftur systur frægrar leikkonu.

Hver er maðurinn?

Annars er Aktu-taktu (aktu taktlaus) að gera mig geðveikan (eins gott að ég hitti fullt af geðlæknum um helgina). Ekki nóg með að það takist oftar en ekki að klúðra pöntuninni minni - sem er sumsé hamborgari með sósu og frönskum á milli, einfaldara gæti það varla verið - nema núna gengur þetta svona fyrir sig:

Ég: "Góðan dag, ég ætla að fá einn hamborgara með sósu og frönskum á milli, takk."

Afgreiðslustúlka: "Ostborgara?"

Ég: "Nei, engan ost, takk."

Afgreiðslustúlka: "Já, einn ostborgara mínus ost þá?"

Í mínum heimabæ var nú ostborgari mínus ostur bara kallað HAMBORGARI! AAAAARRRRRGGGGGH!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

eina með öllu nema tómat, sinnep, remúlaði, hráum og steiktum. slatta af rauðkáli...

arnar valgeirsson, 19.5.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: arnar valgeirsson

fatta ekki alveg hver þessi ljóðelski, írski indíáni frá skandinavíu gæti verið.

skýt þó á viggo mortensen, man þó ekki í svipinn eftir honum i bond, nema þá að fyrrum kella hans hafi verið þarna eða eitthvað.

annaðhvort hann eða þórarinn eldjárn...

arnar valgeirsson, 19.5.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvorki Viggo né frændi vor, forsetasonurinn. Báðir þó í miklu uppáhaldi hjá mér, báðir samið ljóð, báðir flottir kallar, en hvorugur tengist Bond... held ég.

Ingvar Valgeirsson, 19.5.2008 kl. 23:34

4 identicon

Stíven sígal, tek ekki annað í mál

Mandó (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei... ekki hann.

Ingvar Valgeirsson, 20.5.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

O vart er það Daniel Day-Lewis, þótt írskt blóð renni í honum og örugglega indijána líka, allavega lék hann í síðasta Mohikananum!

Reyndar afbragðsleikari, frábær í myndum á borð við My Left Foot og The Unbearable Lightness Of Being, Hinn óbærilegi lékkleiki tilverunnar, gerð eftir sögu Milan Kundera!

Og ertu ekki sammála Ingvar minn, þótt þetta komi nú Bondaranum lítið sem ekkert við!?

Heyrðu, gæti svo verið að hann hafi eitthvað verið að sleikja stelpurnar líka í Chicago, Catherinu Z. og aðrar slíkar?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er ekki DDL sem spurt er um, sorrí. Meiri vísbendingar koma strax!

Ingvar Valgeirsson, 21.5.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband