Bíóblaður

Byrja á að óska Tomma frænda með hamingju með ammælið, en hann er 38 í dag. Stebbi frændi minn deilir afmælisdeginum með honum, en hann hefði orðið sextugur. Hann var litli bróðir pabba míns og var í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítill, enda hálfbjó ég heima hjá honum og þekkti hann og pabba ekki alltaf í sundur. Hann lést í flugslysi fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar hann var einmitt jafngamall og Tommi frændi varð í dag. Stebbi frændi var um tíma við nám í Bandaríkjunum og þegar hann kom heim var Sigvaldi, sonur hans, með Kiss-plötur (og reyndar plaköt, myndir og almennan fróðleik um bandið) í farteskinu. Gæti skrifað um þetta í alla nótt, en sleppi því í þetta skiptið.

Nú, meðan beðið er frétta af fjölgun mannkyns er um að gera að svala bíóþorstanum. Meðan aðrir horfðu á Friðrik og Regínu syngja í sjónvarpinu fórum við Eldri-Sveppur (brátt Elsti-Sveppur) í kvikmyndahús og horfðum á Henry Jones yngri munda svipuna og berjast við kommúnista. Gaman að því og þori ég að ábyrgjast að ekki einn hommi var í bíósalnum, enda þeir fáu sem ekki voru að horfa á Júró örugglega að horfa á Begga og Pacas á Stöð 2.

Alltílæræma svosem þrátt fyrir að æði nauðsynlegt sé að slökkva alveg á almennri heilastarfsemi til að njóta almennilega. Einhvernvegin er fyrsta sú eina sem ég nenni að horfa á síðustu árin, finnst hún ávallt áberandi best.

Svo þegar heim var komið og ljóst að sigurinn í Júró varð ekki að veruleika þetta árið fór Death Wish í tækið. Hana hafði ég ekki séð í of mörg ár og var svolítið búinn að gleyma hversu góð hún er, öfugt við sumar framhaldsmyndirnar. Ekki bara er myndin ljómandi fín heldur er tónlistin alveg frábær, enda samin og flutt af Herbie Hancock, sem er jú úrvalsblökkumaður.

Svo steinsofnaði ég yfir High Road to China, örlí eitís ævintýramynd með Tom Selleck. Hann leikur þar alkóhólista, líkt og í Jesse Stone-myndunum, en þarna er hann flugmaður sem hafði gert það gott í fyrri heimsstyrjöldinni. Skrifa kannski um hana þegar ég næ að klára hana. Sá hana reyndar í bíó fyrir 25 árum síðan, en man hana ekki mjög greiniega, en þó furðu vel miðað við að stundum man ég ekki hvað ég var að gera áðan.

Annars er veirð að auglýsa enn einn raunveruleikaþáttinn núna á skjánum - ég er farinn að hallast að því að framleiðendur svoleiðis þátta ætti að skjóta strax í barnæsku. Tær viðbjóður.

Ég lýk svo færslunni á brandara sem Litli-Sveppur kom með í dag í 5 ára afmælisveislu vinkonu sinnar. Hann fann þar dúkku á stærð við sjálfan sig og dró fram í stofuna. Tilkynnti svo viðstöddum að þetta væri nýja kærastan hans. Hún væri nefnilega laus við allt vesen.

Svo dró hann dúkkuna aftur inn í herbergi afmælisbarnsins meðan sumir (ekki bara ég) reyndu að drepast ekki úr hlátri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú eyðileggur eina möguleikann minn á að fara í bíó með þessum dómi. Sleppi því alvega að sjá Indí fyrr en hann kemur á vídeóið.

Vona að allt gangi vel í sveppaframleiðslunni. Einokun í þessari grein verður ekki liðin. 

Haukur Nikulásson, 25.5.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

mér finnst the Last Crusade best...  En það er líka af því ég er ástfangin af Sean Connery. Er ekki til svona Connery dúkka í raunstærð?

Guðríður Pétursdóttir, 26.5.2008 kl. 00:31

3 identicon

er sigrún komin?

rabbabararúna (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 01:26

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Haukur - ertu svona eyðilagður af því það voru engir hommar í bíóinu? en sjáðu hana í bíó, þetta er ekki vídeómynd nema þú eigir 40" tíví eða stærra... sem er reyndar að verða meðalstórt.

Guðríður - veit ekki með dúkkuna, en það er til Connery. Hann er reyndar gifur, en kannski er hann til í að skipta í yngra módel.

RR - nei.

Ingvar Valgeirsson, 26.5.2008 kl. 10:00

5 identicon

Ha ha ha......yngri (brátt yngsti) sveppur fyndinn.

Olga Björt (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vonandi gengur allt vel með barnsburðin Ingvar minn, sendi þér bestu kveðjur, alltaf jafn mikið undur þegar nýtt líf kemur í heiminn!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.5.2008 kl. 17:06

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, Olga - hann heitir brátt Miðju-Sveppur. hann er samt fyndinn, nema ef maður sé femínisti.

Magnús - takk fyrir það.

Ingvar Valgeirsson, 26.5.2008 kl. 17:09

8 identicon

Hei hvað með sveppasósu Sigga eins og Bergur nokkur Geirs söng um af því hann gat ekki sagt err og því ekki sungið um hana rabbabararúnu............er ekki tlvalið að láta hana heita það ef þriðji sveppur verður kvenkyns?

Annars hefur mér líka alltaf þótt nafnið Brynhildur frekar huggó ef sveppasósusigga kemur ekki til greina.

Sveppasósu Sigga svaka skutla sé hún ;o)

Brynhildur (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:52

9 identicon

p.s. gott gengi :)

Brynhildur (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband