5.6.2008 | 19:33
Björn - ekki afi minn, heldur annar verri...
Þeir sem eru virkilega svo miklir tríhöggers að þeim finnst drápið á ísbirninum vera alvarlegra mál en (setja inn nafn á lífshættulegum sjúkdómi) mættu skoða þetta hér...
http://hamer.blog.is/blog/hamer/entry/558400/
Á Wikipedia stendur t.d. um hvítabirni:
"hungry polar bears are extremely unpredictable and are known to kill and sometimes eat humans. Polar bears are stealth hunters, and the victim is often unaware of the bear's presence until the attack is underway. Whereas brown bears often maul a person and then leave, polar bear attacks are almost always fatal."
Eða í lauslátri íslenskri þýðingu - þetta eru engin fokkings gæludýr, plebbarnir ykkar.
Annars mega þeir sem brjálaðir eru vegna drápsins mín vegna reyna að elta hann uppi á heiðum til að gefa honum deyfilyf í kjötstöppu eða eitthvað - ekki nenni ég að skrifa minningargreinar um þau... eða þrífa nærhaldið ef þau sleppa ómeidd.
Svo þakka ég hlýleg orð og kveðjur. Edvard Þór er hress. Nefndur (kannski) í höfuðið á tveimur gítarhetjum, Eddie Van Halen og Einari Þór í Buff. Hann er reyndar svo lítill að ég efast um að hann fái kennitölu upp á meira en þrjá stafi.
Athugasemdir
Hvað er þetta Ingvar minn? er drápið á Bjössa eitthvað að æsa þig?
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:41
Nei, mér finnst það frábært. Hefði bara sjálfur viljað fá að aka í gikkinn.
Mér finnst bara leiðinlegt hvað fólk virkilega heldur að þetta sé eitthvað lítið og sætt gæludýr og brjálast þegar kvikindið er skotið - sem var skárra en að eyða stórfé í að reyna að færa kvikindið heim.
Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 20:52
sammála algjörlega....
Gulli litli, 5.6.2008 kl. 21:57
Auðvitað ertu sammála - enda ertu frábær. Segðu svo bróður þínum að svara í símann þegar ég hringi! :)
Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 22:33
040608-0,30
arnar valgeirsson, 5.6.2008 kl. 23:40
040608-tólf prósent.
Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 23:45
Geri þad....
Gulli litli, 6.6.2008 kl. 00:23
Rosalega er þessi ruslpóstvörn alltaf flókinn!! Reikna, reikna, reikna, reikna,,, en fyrir utan það er ég rosa sammála þér með björninn. Ótrúlegt hvað nárassgatið Ísland getur alltaf rifið kjaft yfir ótrúlegustu hlutum í staðinn fyrir að þegja bara og hlýða. En til hammara með nýjan sveppmazztah. Það er alltaf sérstakt gleðiefni þegar gott gleðifólk fjölgar sér. Ef ég væri kona myndi ég vilja geta þér barn, ekki spurning.
Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 08:57
Innilega til hamingju Ingvar minn og vonandi heilsast þeim litla vel sem og móðurinni knáu! Verði hún sem fyrst búin að jafna sig svo þú getir nú aftur farið að slaka á og fá... en förum ekki na´nar út í það!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 14:49
En heyrðu Ingvar, svo skemmtilegt sem það nú er, þá fór ég óvart um daginn rangt með afnælisdag trommuleikarans geðþekka og norskættaða.
Hann varð einmitt fimmtugur í gær, en ekki í dag!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 14:59
Hurðu, Maggi minn - skilaðu kveðju til hans frá mér. Hef ekki séð hann alltoflengi.
Einar - jú, tveir plús fimm er stundum erfitt :)
En glaður skal ég geta þér barn ef þú gengur með það... híhíhíhí.
Ingvar Valgeirsson, 6.6.2008 kl. 15:26
æi strákar. hittistibarasta..
djí, vona að það verði frjóvgunaraðgerð.
don´t call me fordómafullan en vona það samt.
já, ingveldur. heppin þú að fá frí akkúrat þegar fótboltinn byrjar í tv
arnar valgeirsson, 6.6.2008 kl. 22:13
Já þetta endar með barni, eins og Svavar Örn klippari og vinur minn sagði einhverntíman á góðri stundu. Annars held ég að Ingvari sé nokk sama um krakkspyrnuna, það var blessað áfengið sem bjargaði okkur frá íþróttarbölinu. Fór reyndar soldið langt hjá mér en búið að vinna í því..... sonnernúþaaaað...
Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 05:07
Til hamingju Ingvar
Bubbi J. (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 06:59
Sýsli - híhíhíhíhí... áfengið bjargaði mér frá íþróttabölinu og ég veit varla hvernig bolti er í laginu. Skv. því verð ég að telja að þú neitir að viðurkenna tilvist fótboltavalla. En koddu til mín og ég skal sko barna á þér rassinn!
Her á að fenzla?
Ingvar Valgeirsson, 7.6.2008 kl. 10:27
Ingvar minn voða blóðþorsti er þetta í þér, ljúflingnum sjálfum....
Haraldur Davíðsson, 7.6.2008 kl. 12:27
Nei, blóðþorsti væri að láta dýrið ganga laust (eins og Ríó sungu hér um árið). Þá myndi blóð renna.
Ingvar Valgeirsson, 7.6.2008 kl. 18:49
Ég heyrði í útvarpinu að deyfilyfið hefði virkað í 50-60 mínútur ef það hefði verið notað, sem hefði gert búflutninga frekar spaugilega. :)
Róbert Þórhallsson, 7.6.2008 kl. 19:22
Ja, eða stutta í annan endann. 50-60 mínútur hefðu samt dugað til að koma honum inn í stofu hjá einhverjum þeirra sem endilega vildu hlífa honum.
Ingvar Valgeirsson, 7.6.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.