30.7.2008 | 21:59
Bond, enn einu sinni
Gersovel.
Annars sá ég um daginn myndina Force Ten From Navarone í sjónvarpinu. Hafði reyndar séð hana oft áður, en eitt stakk mig aðeins. Í myndinni er blökkumaður með fjaðurhníf (switchblade) sem hann hendir í það minnsta einu sinni í germanskan tindáta af löngu færi og drepur hann þar með. Ég hef séð svona í myndum oft áður, t.d. í hinni tæplega fimmtugu Magnificent Seven, Vendetta For The Saint (gömul Dýrlingsmynd með Roger Moore) og eflaust mætti lengi telja. Þetta er hinsvegar hreinnn ógerningur. Ég átti svona kuta hér í eina tíð og vegna þess hversu þungur hnífurinn er aftan til er ómögulegt að henda honum í mark af meira en tveggja metra færi. Ég prófaði. Oft. Var samt ekki að henda í fólk, ekki alveg svo vitlaus. En alltaf skal hnífurinn rata í mark og á kaf í fórnarlambið í bíó. Skrýtnar þessar bíómyndir...
Athugasemdir
Pant leika í næstu mynd vííí þetta er örugglega óge gaman!
Brynhildur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.