Poppgetraun

Ja, það held ég nú. Best að skjóta fram poppgetraun. Best að taka það fram að getraunin á ekkert skilt við bíó.

Spurt er um poppara, nánar tiltekið poppsöngvara. Hann kemur frá litlu landi í Evrópu.

Hann heitir Michael. Flaggar því ekki.

Ferill hans hófst fyrir rétt um fjórum áratugum síðan. Hann hefur þó ekki verið mjög aktífur allan tímann. Hann hefur gefið út plötur, túrað, leikið í söngleik (allavega einum) og tekið þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi.

Plötur hans hafa selst í gríðarlegu magni og bara á breska vinsældarlistanum hefur hann átt tugi laga.

Hann hefur unnið með allavega einum meðlim hljómsveitarinnar Queen.

Hver er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Sjeikin Stívens.

Fæddur í Hvölum, Bretlandseyjum og hefur unnið með Rogger Teilor.

Svo heita allir þessir sauðriðlar Mækol. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.8.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: kop

Þetta er auðvitað Egill Ólafsson.

Þú þarft bara að orða spurninguna aðeins betur.

kop, 7.8.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Af hverju í andsk... veist ÞÚ þetta?

Kórrétt hjá þér. Þar fór það...

Ingvar Valgeirsson, 7.8.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þ.e. sko Einar... ekki Vörður.

Ingvar Valgeirsson, 7.8.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Því ég veit allt. Ég er brúnn eins og kókómalt.

Heimta 'Irish Car Bomb' í verðlaun við tækifæri. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.8.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband