10.8.2008 | 14:35
Sé stuð?
Erfið spilahelgi að baki núna. Ekki það að ég eigi í erfiðleikum með að spila, heldu það að stundum halda nýfædd börn fyrir manni vöku og það er býsna erfitt að spila og vera hress fyrir framan fullt af fólki til klukkan fimm að morgni þegar maður svaf þrjá tíma nóttina áður. En það hefst alltaf.
Föstudagskvöldið var hresst. Fór ásamt Magga í Rín, nýju gerðinni, og sá Clapton. Það var voða gaman svosem, en fúlt að þurfa að fara upp í Egilshöll til að sjá og heyra erlenda listamenn leika. Fáránlegt að það sé ekki hægt að halda stórtónleika í Reykjavík. Tónleikarnir voru samt skemmtilegir, mestallt bara blús og svaðalegt band með kallinum. Sándið betra en oft á svona stórtónleikum og gamli fíknilyfjafíkillinn bara flottur á því, kominn vel á sjötugsaldur. Leit vel út, söng vel og spilaði eins og... ja, eins og Eric Clapton. Held ég hafi aldrei séð svona mikið af gömlum kærustum undir einu þaki. Reyndar ekki að marka, þakið er risastórt.
Svo fórum við Maggi að spila á Döbb. Tryggvi litli kom og var memm mestallt kvöldið, vopnaður Fender Telecaster, sem hlotið hefur nafnið Fídel Telecastró. Svo kom maður að nafni Leifur, en hann þekki ég ekki rassgat. Hann var samt skemmtilegur fýr, var vopnaður básúnu og blés með okkur nokkur lög. Það var í fyrsta skipti sem ég spila með básúnuleikara, svo ég muni til. Gaf rokklögunum skemmtilegan lit.
Svo gleymdi ég að sofa aðfaranótt laugardags. Lítil börn og eigin heimska geta haldið fyrir manni vöku. Mætti svo í spilerí í gær, leit út eins og vampíra og bullaði út í eitt. Samt var stuð. Arnar látúnsbarki mætti og tók lagið, sem og Steini, sem var með mér í Smack í denn. Mikið af vinun og kunningjum og gaman. Sló Íslandsmet í svitakasti og var hress.
Núna líður mér eins og einhver hafi bakkað yfir mig á gömlum Datsún, en lífið er fínt og ég hlakka til að mæta í rólegheitin í vinnunni á morgun. Helgarstressið búið.
Í sjónvarpinu er Michael Rapaport að tala við Dr. Phil. Rapaport virðist greindari aðilinn, þrátt fyrir að haga sér alltaf eins og bjáni.
Athugasemdir
....gömlum Datsun..? Það verður varla verra..nema kannski gamall Vauxhall Viva...
...fídel telecastró
Haraldur Davíðsson, 10.8.2008 kl. 14:42
Rólegheitin í vinnnunni?? RÓLEGHEITIN????
Trausti (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:17
clapton:-) svaðalegir tónleikar, held samt að engin af þínum fyrrverandi kærustum hafi verið þarna, engin þeirra svona menningarleg.
fáðu þér eyrnatappa það virkar
rabbabararúna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 00:35
Þið voruð flottir á föstudaginn
Hólmdís Hjartardóttir, 11.8.2008 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.