Nú?

Ég er til í að veðja að Marsibil verður í framboði fyrir Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Einhver?

Svo fannst mér þetta skemmtileg grein og hressandi. Sirka eins og talað út úr mínu nýra. Reyndar er þessi síða oft ljómandi eins og t.d. í dag.

Nú, úr einu í annað. Ætlaði eitt sinn að vera með bíórýni ótt og títt hér á síðunni en hef lítinn tíma haft. Þó sá ég tvær nýverið. Annarsvegar var það The Cleaner, sem Renny Harlin gerði nýlega. Aðal eru í höndum Samuel L. Jackson og Ed Harris. Erkitöffarar báðir tveir. Svo er Eva Mendez þarna líka, alltaf voða sæt, sem og Luis Guzman. Hann er ekkert sætur.

Jackson leikur þarna fyrrum lögreglumann sem vinnur við að hreinsa til á glæpa eða slysavetvangi. Minnir þarna aðeins á myndina Curdled, sem ég sá um árið. Meira ætla ég ekki að segja nema hvað að myndin er ágæt og fær tvær stjörnur af fjórum. Kannski tvær og hálfa. Ekki alveg viss.

Hin myndin er Teenage Mutant Ninja Turtles, þessi gamla síðan 1990. Hvað á maður að segja um hana? Þetta er jú skyldu áhorf og ég skammast mín fyrir að hafa ekki séð hana fyrr. Alger fokkings skandall. Keypti hana fyrir Svepp í gær og hann er í skýjunum.

Jæja, eitt Rush-lag til að komast í stuð:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Svo ég vitni í hundinn Brian Griffin:

NEIL PEART IS THE GREATEST FUCKING DRUMMER IN THE WORLD! 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.8.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er rétt hjá þér, Luis Guzman er hreint ekki sætur! En fínn leikari.

Heimir Eyvindarson, 20.8.2008 kl. 00:48

3 identicon

"Meira ætla ég ekki að segja nema hvað að myndin er ágæt og fær tvær stjörnur af fjórum. Kannski tvær og hálfa. Ekki alveg viss."

Hvað er þetta....ákveddu þig.....eða ertu kannski framsóknarmaður?

Sá líka skemmtilega mynd um daginn.....Rambo 4 með kínversku tali.....náði ekki að telja hvað Rambo stútaði mörgum en það var alveg hellingur. Annað - það er miklu betra að skilja Stallone þegar hann talar kínversku!??!!!!

Hans (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Oft hefur maður séð kínverskumælandi menn drepa fullt af fólki í bíó - t.d. Chow Yun Fat í gömlu John Woo og Ringo Lam-myndunum.

Fyrst þú ert í Kína, Hansi minn - ferðu ekkert á Ópíumleikana?

Ingvar Valgeirsson, 20.8.2008 kl. 12:24

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Marsibil verður ekki í framboði, hún ætlar bara að hirða varaborgarfulltrúalaunin, annars hefði hún horfið fyrr en snjór á hlýjum vordegi.

Þú ert að koma manni á þetta Rush bragð. Flott video, leiðist samt þegar ósamræmi er í hljóð og mynd.

Minni þig á að þú átt hjá mér einn vegna mixermálsins. Fékkstu skilaboðin?

Haukur Nikulásson, 20.8.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Held að Rush séu að ljúka "framlengingu" af Ameríkutúrnum núna um þessar mundir. Búnir að túra nokkuð þétt í vel rúmlega ár.

Haukur - hvaða skilaboð? Ha?

Ég held að Marsibil sé ekki búin að syngja sitt síðasta í pólítík. Annars hefði hún varla haft svona hátt um skoðun sína. Einhvernvegin finnst mér eins og hún sé að stimpla sig inn hjá fólki sem góði og heiðarlegi stjórnmálamaðurinn sem fylgir eigin sannfæringu áður en hún fer í prófkjör hjá Samfó, sem líta út fyrir að bæta við sig borgarfulltrúum næst. Bara hugmynd, ég þekki konuna ekki neitt. Hún er eflaust ágæt.

Ingvar Valgeirsson, 21.8.2008 kl. 10:18

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hún sagðist reyndar ekki ætla að gera slíkt ef hún dytti inn sem vara. En hver veit, menn hafa nú gengið bak orða sinna í pólítík áður.

Ingvar Valgeirsson, 21.8.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband