20.8.2008 | 13:53
Denzel
Í júlí á næsta ári er planið að frumsýna bíómynd. Það er endurgerð gamallar uppáhaldsmyndar, The Taking of Pelham 123. Orgínallinn er snilldarræma með Walther Matthau og Robert Shaw í aðal. Fjallar um glæpamenn sem ræna lestarvagni ásamt farþegum og heimta milljón bökks í verðlaun. Hún hefur verið endurgerð áður, sjónvarpseitthvað með Vincent D´Onofrio og Donnie Wahlberg í hlutverkum vondu kallanna.
Í nýju útgáfunni verður víst John Travolta vondi kallinn og Denzel Washington löggan. Denzel hefur svolítið verið í því að leika í endurgerðum og þá yfirleitt hlutverk sem hvítir menn léku áður. Man í svipinn eftir Man on Fire, sem skartaði Scott Glenn í fyrri útgáfu, Manchurian Candidate, hvar Dezel fór í skóna hans Frank Sinatra og svo náttúrulega Much Ado About Nothing eftir Shakespeare, hvar hann fór með hlutverk Don Pedro. Ekki það að ég sé neinn rasisti, en ég hélt að aðeins Fannar í Skepnufirði myndi framkvæma svona ráðningu (Úllen Dúllen Doff). Álíka gáfulegt og að ráða Kirk Douglas í hlutverk Kunta Kinte ef endurgera ætti sjónvarpsþættina Rætur.
Þó mig hlakki eilítið til er svolítill kvíði í mér líka. Tony Scott leikstýrir nebblega og því er talsverð hætta á að myndin komi til með að líta út eins og músíkvídeó úr fókus. Vonandi þó ekki.
Svona lítur Travolta út í nýju útgáfunni - gæti ekki verið hommalegri.
Eníhjú, Tarantino, stórvinur minn, stal oggopons úr gömlu útgáfu Pelham þegar hann gerði Reservoir Dogs. Bófarnir hétu Herra Blár, Herra Brúnn, Herra Grár og Herra Grænn.
Svo sá ég auglýsingu um nýja útgáfu Death Race, hvar Jason Statham keyrir um eins og vitleysingur. Ætli það sé eitthvað?
Athugasemdir
oríginallinn er snilldarræma. alveg satt og nú er ég sammála. þeir nauðga þessu helvíti í ræmur og úr verður vellandi hollívúddhlandfíla.
mér líst bókstaflega ekkert á travolta svona útlítandi í pelham.
arnar valgeirsson, 21.8.2008 kl. 00:14
Jú, orgínallinn er hress. Siggi í 2001 prangaði henni inn á mig fyrir löngu síðan og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Held að myndbandssnældan mín sé jafngömul yngri sveppnum þínum, jafnvel einhverjum vikum eldri. Annars langar mig svolítið til að sjá D´Onofrio-útgáfuna. Hann er nebblega hress.
Jú, Travolta er svolítið skrýtinn svona. Hálfleðurhommalegur.
Ingvar Valgeirsson, 21.8.2008 kl. 10:13
Þú verður að athuga eitt, Ingvar... Einu mennirnir sem taka það fram að þeir séu ekki rasistar - eru rasistar...
Það eru vitaskuld ekki kynþáttafordómar að finnast undarlegt að svartir menn séu æ ofan í æ látnir leika hlutverk hvítra leikara í endurgerðum, en þó er líkingin þín ekki alveg sambærileg. Er eitthvað í þessum persónum sem Denzel hefur verið að leika sem krefst þess að leikarinn sé hvítur? Þetta er ekki það sama og að láta svartan mann leika Charles Manson. Það getur verið að hér sé um að ræða öfga PC-hátt, en líka að hér sé einfaldlega verið að nýta sér vinsældir leikarans. Ég varð til að mynda mjög hissa á því að Will Smith skyldi leika aðalið í I am Legend, en ekki vegna hörundslitarins, heldur vegna þess hvers kyns leikari hann er. Ég hef lesið bókina, og þar er ekkert minnst á hörundslit svo ég muni. Hins vegar er þetta alls ekki Will Smith-legur karakter...
Ekki það að þetta komi nokkrum sköpuðum hlut við.
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:14
Karakterarnir - ja, Don Pedro í Ys og þys út af engu var alveg pottþétt ekki svartur í huga Shakespeare. Það eru ekki miklar líkur á að ríkur landeigandi á Ítalíu á ofanverðri sextándu öld hafi verið svartur á hörund.
Að vísu var álíka asnalegt þegar hvítir menn voru látnir leika Óþelló.
Varðandi Mansjúríukandídatinn og Einfarann fór það aðallega í taugarnar á mér hvað endurgerðirnar voru mikið verri en frumgerðirnar. Hafði ekkert með hörundslit leikarans að gera svosem.
Svo eru ekki allir rasistar sem taka fram að þeir séu það ekki - sumir bara vita að stundum þarf að taka fram sérstaklega hluti sem ættu þó að vera augljósir. :)
Ingvar Valgeirsson, 21.8.2008 kl. 11:29
Ég er ekki rasisti
beggimix (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:52
Ekki ég heldur.
Eysteinn Eysteinsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:23
og alls ekki ég
runar (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:26
Híhí - einn eilítið litaður vinur okkar var hér í búðinni áðan. Spurði hvort hann fengi ekki afslátt og var snarlega neitað. "Jæja, er það bara af því ég er svartur" kom þá.
Við hlógum alveg nóg af því, sko.
Ingvar Valgeirsson, 21.8.2008 kl. 16:41
Ég er rasisti - fyrst ég segi þa hlýt ég þá að vera það alls ekki. Ef þeir sem segjast ekki vera rasistar eru það þá hljóta þeir sem segjast vera rasistar að vera ekki rasistar... var gervallur þýski nasistaflokkurinn í gamla daga þá ekki rasistar?
Eða ertu kannski bara hommi?
Skúli Þ. (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.