Það er leikur að læra...

Einu sinni fór Ingibjörg Sólrún til útlanda í nám. Þar eyddi hún dágóðum tíma á fullum launum hjá borginni og mætti næstum aldrei á fundi. Alveg heila þrjá að mig minnir meðan hún var í náminu. Allir dáðust að framkvæmdagleðinni í konunni og sjónvarpsfólk fór út og gerði þátt um hana. Fyrirmynd annara kvenna. Frábær kerling.

Nú er Grísli Marteinn að fara út í nám. Hann ætlar samt að mæta í vinnuna að einhverju leyti, fljúga heim í vinnuna og svona. Sinna djobbinu að einhverjum hluta. Og þá verður allt brjálað. Allir dýrvitlausir.

Ekki það að mér finnist eðlilegt að menn geti farið í skólann í útlöndum á launum heima - en það er búið að gefa tóninn fyrir þetta í borgarstjórn greinilega. Þótti í lagi fyrir nokkrum árum, af hverju ekki núna? Er einhver munur nema hvað að hann er karl í Sjálfstæðisflokknum og hún er kona í Samfylkingunni?

Maður smyr sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þótt konan hafi gert mistök fyrir mörgum árum er það vart til eftirbreytni er það ? Gísli á að taka sér árs frí meðan hann er erlendis í námi en ekki láta skattborgarana greiða fyrir sig flugferðir fyrir utan svo mengunina.

Skarfurinn, 22.8.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hver er munurinn á kúk og skít?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.8.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mistök? Tæknileg þá, eða...

Ingvar Valgeirsson, 22.8.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: Sigpungur

Hefur það einhvern tíman komið fram að Gísli ætli ekki sjálfur að standa straum af ferðakostnaðinum?

Sigpungur, 22.8.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Þó svo að þetta er allt mjög satt og rétt hjá þér þannig séð, þá skil ég ekki ,miðað við hvað feministatuð fer í taugarnar á þér, hvernig þú getur svo tuðað alveg jafn mikið yfir nokkurnvegin sama hlutnum..eða þú veist hvað ég á við

sorry kall

Guðríður Pétursdóttir, 22.8.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er líka í tuðstuði - handbolti út um allt...

Það sem fer mest í mig varðandi þetta Gíslamarteinsmál er að það er tuðað yfir því sem hann gerir en enginn sagði orð þegar einhver annar gerði nákvæmlega það sama. Má tuða yfir því. Femínistatuð fer í taugarnar á mér af því þær tuða svo oft yfir engu. Ég má samt alveg tuða líka, enda þarf mótvægi... balans.

Sigurpungur - góður punktur. Grísli gæti samt gert eins og Ingibjörg, sleppt því bara að mæta, og þá þarf enginn að borga neitt. Nema jú launin hans.

Ingvar Valgeirsson, 22.8.2008 kl. 14:17

7 identicon

Hættu að grenja Ingvar, það fer þér svo illa, næstum jafn illa og Gísla Mareini.

Haukurinn (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:59

8 identicon

Það þótti líka í lagi fyrir nokkrum árum (ókey, aðeins fleiri) að reykja ofan í börn. Það þótti líka í lagi að berja börn. Það þótti líka í lagi að banna samkeppni á sjónvarps-, útvarps-, fjarskipta- og allskynsmarkaði. Það þótti ýmislegt í lagi. Þýðir það að það eigi bara alltaf að vera í lagi? Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að hlutirnir breytast. Þótt enginn hafi gert veður úr því sem Ingibjörg gerði á sínum tíma þýðir það ekki að það megi aldrei gera veður út af svona löguðu. Ekki það að ég nenni að gera neitt veður út af nokkrum sköpuðum hlut sem gerist í Reykjavík. Er blessunarlega fluttur út af yfirráðasvæði þessara kjánalinga. Og ég fæ ekki séð hvaða máli það skiptir hvar menn í þessari borgarstjórn eru staðsettir í veröldinni. Það er ekki eins og hún geri neitt af viti, enda verður hún vísast sett af innan skamms.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:28

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eyvi - Það eru aðeins fleiri en nokkur ár síðan einkaleyfi ríkis á ljósvakamiðlun var afnumið. Eitthvað á þriðja áratug. Líklega lengra síðan það þótti í lagi að berja börn. Það eru hinsvegar bara fjögur ár síðan ISG var úti að læra. Sama fólk og hrósaði henni fyrir það skammast út í GM fyrir sama hlutinn.

Sjálfum finnst mér bjánalegt að hann fari út, þrátt fyrir að það sé hægt að sitja fundi með aðstoð netsins og svoleiðis. Mér finnst enn bjánalegra að enginn hafi sagt neitt þegar ISG gerði sama hlutinn - það er ekki svo langt síðan að viðhorf fólks eigi að hafa breyst. Fjölmiðlar fara bara ekki eins með alla, þabbaraþannig.

Ingvar Valgeirsson, 24.8.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband