Meira bíó og röfl (fyrir Guðríði)

Ögn fleiri myndir sem maður verður að sjá í framtíðinni. Annars ætti ég kannski að hætta að pæla í myndum sem eru á leiðinni og tussast í bíó að sjá Batman. Líklegast er ég eini landsmaðurinn sem á það eftir.

MAX PAYNE:

MIRRORS:

og svo er þetta ágætt líka.

Annars er ég hundfúll vegna góðs gengis handboltaliðsins. Gott gengi íþróttamanna erlendis er nebblega ávísun á enn frekari fjárstuðning hins opinbera (okkar) við áhugamál annara. Skítt með launakröfur kennara, lögregluþjóna, hjúkrunarfólks - þar er aldrei til peningur. En fyrir íþróttafólk er vasinn alltaf djúpur og nóg í honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Ingvar í guðanna bænum (Lords Town) hættu þessu væli um peningana... Strákarnir sem að eru að spila fyrir Íslands hönd fá nákvæmlega ekki krónu fyrir það að spila leiki og liggur við að þeir borgi með sér í þetta... Lítum frekar á þetta sem góðan hlut að landsliðið er að fá frábæra umfjöllun hér og þar um heiminn meira segja kaninn sem að kann ekki svona handkastleiki er farinn að hrífast með!!!! Það er sjálfsagður hlutur að setja pening í íþróttir sem að landinn kann að meta og ef við erum góðir í því!!!! Landsliðið í fótbolta má fara í fúlann pytt mín vegna ef að Handkastið fær meiri pening

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ég á eftir að sjá batman. og allt annað sem er í bíó.

bíddu, það var eitthvað annað.

já, áfram ísland

arnar valgeirsson, 22.8.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

takk... og sammála þessu tuði.. þetta er líka allt öðruvísi tuð..

Guðríður Pétursdóttir, 23.8.2008 kl. 01:42

4 identicon

Já þetta eru 2 myndir sem ég mun örugglega kíkja á :)

Hvað varðar handboltann, any time sem forsetinn kallar á þjóðhátíð í miðri vinnuviku er fine by me :)

Geiri3D (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 02:40

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvað - engin morðhótun? Ég skrifaði þetta sérstaklega til að sjá allt verða vitlaust og helst að sjá hótun um ríkisfangssviptingu, en svo er bara fólk sammála manni og allt. Djö...

Reyndar er svona gott gengi ávísuna á fjárstuðning stórfyrirtækja og annara sem minnkar (allavega tímabundið) þörf til að grenja út fé frá hinu opinbera. Ætti allavega að gera það. Hinvegar eru það litlu strákarnir (og kannski stelpurnar) úti um allt land sem nú vilja fara að spila handbolta sem kosta... nú þarf að byggja löggilda handboltavelli um land allt, sé það ekki búið nú þegar.

Annars hefur handbolti það fram yfir flestar aðrar íþróttir að geta verið skemmtilegur. Það er alltaf eitthvað að gerast, upphlaup og sókn og hvað þetta heitir alltsaman. Fóbbolt er hinsvegar úrkynjun. Eins og Svenni bendir á hér að ofan mega þeir jafnvel fara í fúlan pytt, landsliðsplebbarnir þar.

Hvernig er það, hvar er leikurinn milli landsliðs karla i fóbbolt og landsliðs kvenna í fóbbolt, sem einhver lofaði mér hér um árið? Var það búið?

Ingvar Valgeirsson, 24.8.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband