24.8.2008 | 11:29
Úkúlele
Maggi trymbill átti ammæli nýverið og hélt upp á það í gær - á ammælisdegi mömmu minnar, þeirrar yndislegu konu. Fínt að vera bara uppi í sveit (Grafarholti) meðan aðrir láu regnblautir niðri í bæ, svelgjandi í sig menningu. Gaman að því.
Ég komst að því að einn kassagítar, einn barnagítar (tjúnaður í A) og eitt úkúlele er fyrirmyndarpartýskipulag á hljóðfærum. Hefðum kannski mátt æfa aðeins...
Annars - Grafarholtið er svona nýtt hverfi. Á þessum stað var ósnortin náttúra þegar ég flutti í bæinn fyrir túmum áratug. Útivistarsvæði sem fólk fór á og lék sér. Fyrirtakssvæði til að enda góð og skemmtileg fyllerí á, eða bara til að fara á frídögum í pikknikk. Svæði sem fólk vissi af, svæði sem var nýtt af fólki.
Svolítið fyndið að hugsa til þess að nokkrir gallharðir andstæðingar virkjana á Austfjörðum búa þarna - ætli umhverfismat hafi farið fram áður en Grafarholt fór að stórum hluta undir hús og götur?
Svo er voðalega trúarlegt allt þarna - götur heita kirkju-eitthvað og kristni-eitthvað, rétt hjá er verið að byggja kirkju - enda býr Gústi frændi þarna einhversstaðar.
Athugasemdir
Ég hef alltaf furðað mig á því hvers vegna enginn tekur upp hanskann fyrir láglendið. Ekki múkk í umhverfisverndarsinnum þegar Öskjuhlíðarfótur er tekinn undir byggingar, sjálft útivistarsvæðið! Sama gildir um Grafarholtið. Er það á einhvern hátt ómerkilegra en eyðimörkin á hálendinu?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.8.2008 kl. 16:31
Hvað er annars úkúlele?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.8.2008 kl. 16:36
Úkúlele er oggolítið fjögurra strengja hljóðfæri, svona sirka eins og lítill klassískur gítar með fjóra strengi. Talsvert öðruvísi stilltur samt. Skal setja inn mynd af græjunni við tækifæri.
Ingvar Valgeirsson, 24.8.2008 kl. 18:36
Þegar ég var unglingur vann ég við að gróðursetja tré þar sem nú er grafarholtið. Það bar vott um þessa góðu skipulagshæfileika borgaryfirvalda að 12-14 árum seinna var reist hverfi yfir misvel gróðursettar hríslur...
Jósi (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:56
Hvaða vitleysa erðetta!?
Í Grafarholtinu hefur verið og er enn eitthvert fallegasta og besta útivistarsvæði borgarbúa (ásamt Elliðaárdalnum líklega) golfvöllurinn og umhverfi hans. VAR þarna enn síðast þegar ég vissi. En jújú, íbúðahverfið þarna með sínu "Kristniboði", fv. mágkona mín t.d. íbúi á Kristnibraut!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.8.2008 kl. 22:13
Já, þarna er útivistarsvæði. Það er bara svolítið minna en fyrir hálfum öðrum áratug, enda bestu partarnir farnir undir hús, götur, stræti og torg.
Ingvar Valgeirsson, 25.8.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.